Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN Enn sem komið er höfum við þegið, en lítið veitt. Það er i sjálfu sér ekki vel skemtilegt, en hitt er lakara að við töpum á því. Við þyrftum að reyna að láta halda eitthvað af öllum þessum mótum hér á landi við og við — það hefir aldrei verið gert. Það kynnir landið út á við; út- lendingar kynnast á því, hvað við getum, hvað sé hér að hafa, og hvað megi hér læra. Það er ekki spamaður að spara fé til þess, þó að svo kunni að sýnast í fljótu bragði. Það sýnist að vísu svo, sem fé er til þess sé varið, fari í súginn. Það er þó ekki rétt, því að það fé, sem varið er tll þess að auglýsa okkur, hefir að- eins hamskifti um leið og það kveður, og það læðist án þess að 'ið tökum eftir því, ofan í vasa okkar aftur, sem verslunargróði af aukinni viðskiptaveltu. Það eru fáar þjóðir, sem eru jafn mikið upp á það komnar, að út- lönd skifti við þær og við. Við skjálfum öll á skónálarbeinunum oft á ári hverju, þegar það er að ryðja sig, hvort vara okkar selj- ist. Selst fiskurinn, selst ullin, selst kjötið, selst síldin og þar fram eftir götunum, — um þetta spyrja allir. Og við vitum það öll, að ef salan bregst, er hér yf- irvofandi hungur og harðæri. Þegar svo er, þá sýnist það harla óviturlegt að tíma ekki að aug- iýsa landið fyrir umheiminum, að gleyma því að við erum svo litlir, að ef við ekki sjálfir minnum á okkur, gerir það enginn. Það er ekki spamaður heldur smásmygli að nema þar við nögl. Hver hagn- aður það væri að halda hér hin og þessi mót Norræna féiagsins og sýna þar atvinnulíí vort og afurðir, það er ljóst. Nokkra daga myndu norræn blöð þá vera full af frásögnum um mótin og land vort. Betri auglýsing fæst ekki. En Islandsdeild norræna félagsins getur þetta ekki af eigin ramleik, hér verður hið opinbera, þing og stjóm, að grípa í budduna og muna það vel á meðan, að gera þá góðan greinarmun á smá- smygli og sparsemli. Góðir menn, sem skilja hvers virði þetta er, ættu að ganga í Nor- ræna félagið. Prófessor Sigurður Nordal er formaður þess, en Guð- laugur kennari Rósinkranz rit- ari. RÍKI UNGLINGURINN Kenslukona var að kenna kristinfræði og er að kenna böm- unum dæmisögur Jesú. Hún tek- ur einn strákinn upp og fer að spyrja hann út úr sögunni um „ríka unglingiim", og segir: „Hvað sagði Jesú ríka unglingn- um að gera, til þess að eignast — —? „Barn“, botnar strák- ur. 11

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.