Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 16
S AMTÍÐIN Minningargjafir -- Saurbæjarkirkja Það er orðin tíska að halda af- mælisfagnaði og gefa miningar- gjafir. Félag verður 10, 20 eða 25 ára. Afmælisfagnaður er hald- inn, gefið út minningarrit, með myndum af öllum stjórnum fé- lagsins og hólgreinum, sem stjómendumir skrifa hver um annan. Fyrirtæki á afmæli. Það verður að gefa út minningarrit og halda veislu. Einstaklingur verður fertugur, fimtugur eða sjötugur, það eru haldnar miklar afmælisveislur, gjafir em gefnar og blöðin flytja lofgerðarrollur með myndum. Síðan eru 100, 500 eða 1000 ára afmæli, haldin há- tíðleg. Stundum eru jafnvel „af- mælisfagnaðir" bæði til minning- ar um fæðingar- og dánardaga, ef einhver framtakssamur náungi, sem þarf að kynna sjálfan sig eða verslun sína, tekur sig til og safnar saman fé og fólki. — Alt þetta getur verið gott og blessað, ef hugur fylgir máli, og ef það er gert af vináttu eða innri þörf. Til minningagjafanna þarf fé, mismunandi mikið, eftir því hvort gefendumir ætla að láta sér nægja með að gefa teskeið eða tóbaksdós, eða það á að vera stór og dýr gjöf eins og t. d. myndastytta eða jafnvel kirkja. 14 EFTiR eUÐLAUG ROSINKRANZ Þá er hafin söfnun meðal kunn- ingja, félaga, starfsbræðra, eða jafnvel allra landsmanna ef mik- ils þykir við þurfa. Skemtanir eru haldnar í samkomuhúsum og kirkjum um land alt. Pað er dans- að úti og inni, alt til fjársöfnun- ar fyrir minningargjöfina, og þeim látna til heiðurs. Sú minningargjöf, sem einna mest hefir borið á söfnuninni til, er hin svokallaða Iiallgrímskirkja eða Saurbæjarkirkja, sem reisa á inni á Hvalfjarðarströnd Hall- grími skáldi Péturssyni til lofs og dýrðar. Hallgrímur Pétursson skáld er án efa einn sá merkilegasti mað- ur, sem lifað hefir með þjóð vorri. Hann er uppi á þeim mestu hörmungatímupi, sem komið hafa yfir þjóðina, og lifir í því mesta miðaldamyrkri, sem menn- ing vor hefir komist í, en samt kveður hann einhverja þá feg- urstu sálma, sem1 kveðnir hafa verið á landi voru. Málið á þeim er kjamyi’t og þróttmikið, þótt hið dönskublandna mál, sem á hans tímum var talað meðal lærðra mánna, lýti þá á stöku stað. Einnig lýsa Passíusálmamir

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.