Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 22
S AMTÍÐIN standa þama, og þó vissi ég að hún var dáin, en ég kiptist við af því, að ég liélt að ég hefði lokað hurðinni og ég vissi ekki til að hún væri kviklæst.-------Hún stóð þarna og var búin alveg eins og í lifanda lífi. Hún var hálf- bogin og skotraði til mín rann- sakandi en þó þreytulegum' aug- um. Mér fanst líka að hún hefði ástæðu til að ásaka mig fyrir að hafa ekki gengið betur um hurð- ina. En þá sá ég að það brá fyr- ir óljósum vinsemdarglampa í þessum gömlu augum, og það kom mér hálfgert á óvart, því áðm' hafði mér fundist þau líta mig fremur tortryggnislega, ef tillitinu hafði fylgt nokkur hugs- un á annað borð. „Þakka þér fyrir að þú lokaðir hurðunum og lofaðir mér að hvíl- ast“, sagði hún hægt og lágt og var svo horfin. Hurðin var lokuð um m'orgun- inn þegar ég fór á fætur, en ég mundi drauminn. Allan dag-inn var hann að veltast í huga mér. Mér datt líka í hug hvort ég hefði ekki verið vakandi. Hvort hún hefði ekki raunverulega ver- ið þarna, ganila konan. Mér var hálfórótt, ég var altaf að hugsa heim til hússins, um hurðirpar, hvort þær væru nú ekki opnar. ... Síðan eru þrjú ár. Ég bý ennþá á sama stað. Ég hefi oft ætlað mér að flytja, en það hefir aldrei orðið af því. Ég veit ekki hversvegna. Líklega fer ég héð- 20 * an aldrei. Draumnum hefi ég aldrei gleymt og ekki heldur gömlu konunni. Mig dreymir hana líka oft enn- þá og altaf er hún á þessu sama rölti um gamla húsið til þess að gæta að hurðunum. Fyrst gerði hún það ein, en nú er mig farið að dreyma, að við séum að þessu bæði saman. Við höfum altaf á- kaflega hljótt og við tölumst aldrei við, læðumst bara um her- bergi og ganga, athugum skápa og hurðir og tökum hægt í hand- töng, og eina hljóðið sem heyr- ist, er þessi lági skrjáfkendi þyt- ur af síðu feldu pilsunum gömlu konunnar. En það heyrir enginn, því að þetta er bara draumur. Eftir slíka næturóra rís ég stundum á fætur um lágnættið. Ég læðist eftir göngum og gegn um mannlausar stofur og í vöku endurtek ég það, sem ég áður þóttist gera í draumi. Á þessum næturförum líður mér vel. Ég fyllist þeirri hugsun, að ég sé að gera góðverk, að ég með þessu veiti langþráða hvíld og öruggan frið gamalli konu, og að ég megi ekki bregðast. Svo var það minsta kosti fyvst. Síðav \rarð þetta alt að nokkru leyti ó- sjálfrátt, eins og margt sem fev í vana, og nú finn ég að mest geri ég þetta fyrir sjálfan mig. Að það á einhvem óskiljanlegan hátt veitir sjálfum mér fróun og hvíld. — — Þess vegna er mér líka altaf órótt á kveldin, þegar

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.