Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 19
SAHTÍÐIN nokkru leyti undir súð. Hún reyndi ekkert til að ota því fram og spurði einskis, en ég fann að hún skoðaði mig í krók og kring, þó ég eiginlega sæi það ekki. Ég veit ekki hversvegna ég leigði þama, því húsið kom mér alt skuggalega fyrir sjónir, og h'erbergið var fremur fornfálegt á svip. Inni í því var ekkert ann- að en legubekkur, borð og stóll En ég leigði það umsvifalaust, og ég held að það hafi einmitt verið þá, — nákvæmlega á þeirri stundu, er ég skýrði frá að ég tæki herbergið, að ég varð var þeirrar tilfinningar, sem ég gat um áður. — — Hefir þú nokkurn tíma fundið til þess, að loftið verði kvikt í kring um þig? — Eða hefir þér nokkurntíma fundist hvert skot og hver kimi verða fullur af augum, sem stara á þig úr öllum áttum? Augum, sem kanske eru köld, tilfinningarlaus og dauð, en þó svo bitur og skörp, að fyrir tilliti þeirra ertu gagn- sær eins og hismi eða hjóm. Á slíkri stund verður þögnin óbæri- leg, og ef þú getur ekki hreyft þig, eða gefið frá þér eitthvert hljóð og rofið kraft þessara dul- arafla, sem að þér stefna, getur þú átt það á hættu að máttinn fjari úr líkama þínum eins og deyjandi manni. —------Ég hóstaði og ræskti mig, þó ekki væri það af venjulegum ástæðum. Gamla konan tifaði út úr her- berginu á undan mér, og þegar ég var kominn út á ganginn sneri hún sér aftur að hurðinni og studdi á hana til þess að vita, hvort ég hefði áreiðanlega lokað henni. Svo hvarf hún inn í eitt- hvert annað herbergi án þess að kveðja eða segja neitt og ég fann að þetta gamla hús og þessi gamla kona voru tveir óaðskiljan- legir partar. Það er altaf eitthvað sviplíkt með gömlum húsum og gömlu fólki. Grá þil og feysknar undir- stöður minna á hrukkótt andlit og hruman fót. Með fjölgandi ár- um færist hátíðleg rósemd og friður á útlit hvorstveggj a. Hvorttveggja geyma sína sögu, sorg og gleði eftir atvikum, sælu eða harm. Misvindi lífsins er hætt að hagga rósemd þeirra, það fer að mestu framhjá. Þau eru eins og rekald, sem flýtur hægt með bökkum meðan æskan, — — — lífið, þýtur framhjá, úti í álnum. Þannig fanst mér þetta hús og íbúar þess. — — Daginn eftir flutti ég mig þangað með pjönk- ur mínar, sem hvorki voru mikl- ar að fyrirferð né verðmæti. Fyrstu dagarnir liðu algerlega atburðalaust. Ég kyntist engum í húsinu og sá fáa nema gömlu konuna, sem ég mætti stöku sinu- um á ganginum. Herbergin okk- ar voru þau einu er búið var í þar á loftinu, en auk þess voru þar nokkur smá geymsluherbergi, 17

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.