Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 14
S AMTÍÐIN ANNIE BESANT Greinai’kom það, er hér fer á eftir, var skrifað vegna tilmæia ritstjóra „Ganglera" og átti að koma í síðasta hefti ritsins, ásamt oðrum greinum um dr. Annie Besant. En þegar „Gangleri“ kom út, sé eg að skelt hafði verið fram. an af greininni sem svaraði þriðj ungi hennar. I viðtali við ritstj. „Ganglera“ kom í ljós, að þessi þriðjungur hafði þótt óhæfur til birtingar. Taldi ritstjórinn liann kuldalegan, ósmekklegan og ekki bera vott um hinn rétta guðspeki lega anda! Nú undi ég því ekki að „Gang- leri“ skemdi þannig fyrir mér greinarkornið, og fyrir því bið ég ritstjóra „Samtíðarinnar“ að taka það í heilu lagi. Sá hluti greinarinnar, sem ekki þótti tækur í „Ganglera", er sett- ur í hornklofa. [Andlátsfregn Annie Besant var ekki hrygðarefni; því að stórfeld- um starfsmanni eru engin örlög þyngri en þau, að lifa sjálfan sig. Og þótt Annie Besant gæti flest þolað og væri fæst ofurefli, mundi kör og algert aðgerðaleysi hat'a orðið henni lítt bærileg kvöl. Mér er altaf fyrir minni grein, sem hún ritaði á stríðsárunum. Það var þegar stjómarvöld Brei.a þóttust þurfa að meina henni máls sökum djarfmæla hennar um skiln. 12 É F T I R JAKOB KRISTINSSON ingsskort og mistök þeirra á mál- um Indlands. Henni var tilkynt, að hún yrði hindruð frá öllu starfi og sett í gæsluvarðhald um hríð. Þá ritaði hún þessa grein. Og það var í eina skiptið sem ég veit tii þess að hún léti í ljós kvíða fyrir því, sem hún sjálf ætti í vændum. Sannleikurinn var sá, að hún ótt- aðist ekkert í veröldinni — nema eitt. Og það var — iðjuleysi. Hún gat þolað alt, nema það, að vera svift starfi — því að iðjuleysi er mér helvíti , ritaði hún. Til allrar hamingju lögðu örlög- in aldrei á hana slíkt víti til lengd- ar. Henni var slept úr varðhaldinu nálega undir eins aftur. Og ellin gat aldrei komið henni á l<né og rænt hana starfsþrótti — nema þá nokkra síðustu mánuðina, sevn hún lifði. En eflaust hefði henni verið mest að skapi að deyja standandi, að loknum bardaga, — eins og Þormóður Kolbrúnar- skáld forðum]. Starf var hennar paradís, bar- átta yndi, áreynsla nautn og fóm daglegt brauð. Og aldrei hefir göf- ugur og tíginn andi gengið að vinnu af meiri atorku og þoli. Bernhard Shavv sagði í grem, sem hann skrifaði um árið, að svo

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.