Samtíðin - 01.03.1943, Síða 9

Samtíðin - 01.03.1943, Síða 9
SAMTÍÐIN 5 stundvís. Hann verður jafnan að vera kominn á varðstofuna, skömmu áður en dagsverk hans á að hefjast, með því, að varðskráin er tilkynnt, þ. e., á hvaða varðsvæði hver lögreglumað- iir eigi að halda sig þann daginn. Enn fremur tilkynnir varðstjóri eða aðr- ir vfirmenn ýmsar dagskipanir, og eru þær jafn margbrevtilegar og starfið sjálft. Stundum eru þær við- vikjandi handtökum manna, sem eft- irlýstir liafa verið vegna afbrota, eða þær eru viðvikjandi umferðinni, stað- bundnar eða óstaðbundnar, viðvíkj- andi sambúðinni við setuliðið o. s. frv. Öllu verður lögreglumaðurinn að taka vel eftir. Engu má hann gleyma, ekki einu sinni smáatriði í lýsingu á eftirlýstum manni eða hif- reið, sem liefur sloppið undán að- gerðum lögreglunnar vegna óskýrra skrásetningarmerkja o. s. frv. Góður lögreglumaður getur ávallt fundið sér nóg lil að starfa. Það þarf að stjórna umferðinni, leiðheina gangandi fólki, taka ölvaða menn úr umferð, kosta kapps um, að allt sé í röð og reglu og veita alls konar upp- lýsingar um ýmiss konar málefni. AI- menningur lítur og þannig á, að lög- i'eglunni heri að veita slíkar upplýs- ingar. Lögreglan er margvíslegum vanda °g örðugleikum háð. Ég hygg, að Is- lendingar þoli yfirleitt illa, að þeir séu beittir valdi. Lögreglumaðurinn segir því ekki: „Ég banna þér að gera þetta“, heldur segir hann: „Þetta er hannað. Gjörið svo vel“ o. s. frv. — En lögregluþjónninn má heldur ekki heygja sig fyrir ofbeldi né mótþróa. Það er oft, þegar lögreglan þarf að bægja fólki frá ákveðnu svæði, að einhver neitar að víkja og stendur uppi í hárinu á lögreglunni. Þetta á sér m. a. stað hjá eldsvoðasvæðunr, þar sem slökkviliðið er að verki. Þar er el' til vill henzín eða sprengiefni í nánd. Engir óviðkomandi mega koma nálægt slíku, en fólkið þykist eiga jafnan rétt á götunni og slökkvi- liðið. Hér getur hlotizt stórslys, ef lögreglan er svifasein, tekur sínar á- kvarðanir ekki tafarlaust og fram- kvæmir þær ekki hiklaust. Lögreglu- maðurinn þarf ekki að óltast dóm Iiins ókyrra og andúðarfulla áhorf- endahóps, þótt hann framkvæmi skylduverk sín. Það eina, sem liann a á hættu, er, að framkvæmdirnar mis- heppnist. Þegar svo her undir, heyrist oft sagt: „Það var þarna einn náungi, sem sýndi lögreglunni mótþróa, en lögregluþjónninn snéri hann um- svifalaust niður og smellti á hann handjárnunum, án þess að hann kæmi nokkurri vörn við. Hvaða lög- regluþjónn var þetta? Það var snið- ugur náungi.“ — En ef handlakið mistekst, æpa allir á lögregluna: „Sjáið, hvað hann fer illa með mann- inn!“ o. s. frv. Þessar andúðar- eða samúðaröldur stjórnast ekki af réttlætiskennd, held- ur af þeim sleggjudómi, að sá einn sé sekur, sem tapar. Eina vopnið, sem lögregluþjónn- inn má hera, er kylfan. En það er líka oft lians viðsjárverðasta hlutverk, þegar henni þarf að beita, því að allir þykjast saklausir, sem fyrir hirtingu verða. Ivylfuna má nota i sjálfsvörn eða til að afstýra árásum á aðra eða yfirvofandi hættu. Oft þykir lögreglu-

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.