Samtíðin - 01.03.1943, Page 16

Samtíðin - 01.03.1943, Page 16
12 SAMTÍÐIN JÖRGEN FRÁ HÚSUM: KVÆÐI SAMTÍÐIN hef- ur fengiö í hendur nokkur Ijóð eftir Jörgen frá Húsum, er birt- ast munu smátt og sniáll á þessu ári. Fullu nafni heitir höfundurinn Jörg- en Eiríksson Kjer- úlf, kominn af Jörgen lækni Kjer- úlf á Brekku í Fijótsdal í báðar ættir, og bróðursonur Þorvarðar læknis Kjerúlf. Jörgen er fædd- ur 15. júní 1878 og kennir sig við bæinn Hús (Brekkugerðishús) í Fljótsdal, en þar bjó hann i nokkur ár. Einstök ljóð Jörgens hafa áður birzt í Samtíðinni og nokkur einnig í Óðni. HEIÐA-KOFINN. Á skyggðu dalavatninu svanir kátir syngja, en sólukrýnd í vestrinu blika jökul-þil. I sumarmóðu vaða vorblá fjöll, um tinda vorsins dísir líða, og hefja strengjaspil. Þar inn á milli bláfjalla býr í dalakofa brúður ung og fögur, sem hugur þráir mest. Hún vakir þar um nætur, er sveitir allar sofa; sumarið er kemur, hún þráir kæran gest. Þar unir hún við blómin, er álfafellin loga, en útþrá grípur hugann, er svanur flýgur hátt. — Sólin hellir geislum um vík og græna voga, vötn á heiðum Ieysir og fossar.kveða dátt. Morgunn hver er dýrlegur: „Dögg á blómum grætur, dunar þeyr í lofti, eygló signir lönd, laufvindarnir þjóta, svo þýtt í eyrum lætur. — Þá er sælt að gista á fjallavatnsins strönd. Við kofann hennar lindirnar líða silfurbjartar; landið er þar sígrænt, þar festir aldrei mjöll; í hvömmunum við fossana fjallablómin skarta. — Það flögra engir skuggar í þeirri sólarhöll. Væri það ei inndælt að vera’ inn þráði gestur og villast inn til fjalla í heiðakofann þinn? — Og dansa svo með álfunum, þá dagurinn er setztur? — Mig dreymir blítt um Ijósheima við barminn heita þinn. Um kofann lykur nóttin, — í næði máttu sofa. Nú skal gestur vaka og kurla sprek í eld. Þó lýsi ei um hauður, skín ljós í heiðakofa. Lof sé þeim, sem gefur það munabiíða kveld. Þú ert fagra dísin, sem mig dreymir daga’ og nætur: Dýpst í hjartans leynum þú vekur hulda þrá. Þá flögra engir skuggar, sem helsa hugans rætur, því himnaríki vorsins ég í augum þínum sá. SJALDAN eða aldrei er tíminn fljótari að iíða en þegar við liggjum i rúminu á morgnana. Mörgum þyk- ir örðugt að rífa sig upp úr þægi- legu rúmi að morgni dags, þegar kall er í húsinu. En eftir á finnst okkur fátt um að liafa sóað dýrmæt- asta tima dagsins milli rekkjuvoð- anna. Og það er víst alveg óhætt að reiða sig á, að „morgunstund“ færir okkur ekkert „g'ull í mund“ þangað. Gæfumunur tveggja manna, sem yfirleitt eru jafnvígir á viðfangsefni sín, mun ósjaldan vera fólginn í mismun þess, sem þeir afrekuðu fyr- ir hádegi. Jörgen E. Kjerúlf.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.