Samtíðin - 01.06.1943, Qupperneq 13

Samtíðin - 01.06.1943, Qupperneq 13
SAMTÍÐIN U Biörn Siglúston: | TUNGAN 1. | Pidginmál og þegnréttur tökuorða ERLENT er ekki íslenzkt, hvorki orð né þegnar. Maður, seni gerist hér ríkisborgari, telst þaðan af Islendingur og er það, líkt og Gísli Súrsson, Gottskálk Nikulásson, og allniargir núlifandi útlendingar, sem lært hafa tunguna, eru orðnir hér ríkisborgarar, en sviptir fyrra þegn- rétti sínum. Orð, sem í tungunni er notað, er danskt eða enskt, ef það heldur dönsku eða ensku formi. En það missir danskan eða enskan „þegnrétt“ sinn samstundis og mérin taka að hreyla ])ví eða beygja lil ein- hvers samræmis við islenzkuna. Fyrir því orði liggur annaðhvort að deyja heimilislaust eins og þegnrétt- arlausir flóttamenn eða lagast svo algerlega að íslenzku formi, að þegn- réttur þess verði viðurkenndur. Þess vegna segi ég: Engin erlend orð eru í íslenzku, — mega ekki vera þar og munu aldrei verða þar. 1 þessu sambandi skiptir það engu máli, að í orðabókum tungunnar get- ur stundum erlendra orða, sem á slæðingi hafa verið, óbeygð að mestu, innan um íslenzkt mál án þess að verða lifandi hlutar þess. Tekið skal fram um tökuorð, sem þegnrétt Iiafa fengið, að í vandaðri íslenzku eiga fæst þeirra heima fyrr en öldum eftir, að þau voru upp tek- in, og eru það miklu strangari lcjör- gengisskilyrði en gilda um þá menn sem islenzkur þegnréttur er veiltur. Eins og þeir einir fá þegnréttinn, sem gegnt hafa starfi eða hlutverki í þjóðlífinu um skeið, er þegnréttui tökuorða bundinn því skilyrði, að eittlivað sé með orðin að gera og þau rými ekki að þarflausu burtu inn- lendum orðum. Þess vegna hefur fjöldi danskra orða horfið eftir langa eða skamma dvöl, og ensk orð á hvers manns vörum geta orðið nærri eins skammæ og blæjubrími ástands- vetrar. Hvinileið eru útlend orð, sem flækjast hér, en þau þeirra, sem ná að samlagast tungunni, eru stundum til nytja og sjaldan mikil spjöll að. Látum órædd að sinni orð úr kelt- nesku máli og engilsaxnesk orð frá fyrstu öldum þjóðarinnar, þólt sum eins og lafði (kvk.), reykelsi, púki og kapall heri útlenzkumerkin enn. Verzlunarorð, seln bárust snemma í málið úr Garðaríki eða með Frísum, og elztu latínuorðin íslenzku þykja nú flest orðin góð og gild (pallur, silki, stóll, torg, dúkur, kuggur, tunna, dreki, kyndill, engill, klerkur, skóli, sáhnur o. s. frv.). Lágþýzk tökuorð, sem komu með Hansakaupmönnum og sum raunar fyrr, eru mörg orðin góð islenzka (angist, jurt, klókur, knapi, krankur, lak, lest, padda, pakki, pottur, riddari, skerfur, skrá, skúta, skytta, stampur o. m. f 1.). Önnur eiga skilorðsbund- inn þegnrétt (konst eða kunnst eða kúnst, lukka og lukkulegur, mögu- legur og möguleiki, jungur, jung-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.