Samtíðin - 01.06.1943, Page 15

Samtíðin - 01.06.1943, Page 15
SAMTlÐIN 11 GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON: 108. saga Samtíðarinnar B ú hö I d u r MIG DREYMDI þann vökudraum á unga aldri, að hamingjan mundi einhvern tíma verða mér hliðholl. Mér var sagt, að fáir menn eða alls engir yrðu spámenn í átt- högum sínum, og þess vegna leitaði ég fyrir mér liandan við fjall og fjörð. Þar gat ég komið ár minni svo fyrir horð, að undangengnu búnaðarskóla- námi, að ég varð mælingamaður jarðabóta og nokkurs konar ráðgjafi bænda. Þá var ég leystur frá því oki, sem Bólu-Hjálmar nefnir, „að vinna vallbjúgur að vengi gróanda“. Nú álti ég þann kost, að ríða gæðingi milli gefins-beina og gestrisnu og tvístíga i sumarblíðu á mjúkum mosa, benda vísifingri og segja með skipunarrödd: — Þarna þarf að taka til höndum og láta verkin tala, bóndi sæll! Jörðinni leiðist að biða. Mér, sem var af lágum stigum, steig hamingjan til höfuðsins eða réttara sagt virðingin. Lúagigtin, sem leitar fast á hrygglunda vallbjúgra manna, vék úr vegi fyrir mér. En húsfreyjurnar tylltu sér á tær og heimasæturnar brugðu undir sig liá- um hælum, þegar þær báru mér góð- gerðir — kvelds og morgna. Það dá- læti varð með allra mestu ágætum á Stóru-Brávöllum lijá Rósamundu Randversdóttur. Yíglundur, bóndi liennar, var ekki heima, þegar ég staðnæmdist þar og gisti — Víglund- ur löggjafi. Hann var að bitta liátt- vh’ta kjósendur. Þingkosningar voru í vændum og sú vá fyrir dyrum, að Vígjundur gæti fallið fyrir „óhlut- vöndum“ keppinaut. Þar á Stóru-Brávöllum fékk ég þrettán tegundir sætabrauðs með morgunkaffinu. Þar var gott að gista hjá húsráðanda, sem var kona. — Þvílíkt öl á þeirri könnu. Þar reis ég síðla úr rekkju. Ég var viss að ná að Leyningi næsta kveld. Þar bjó þá Birgir Berg- þórsson, roskinn bóndi. Ég hafði baft af honum augnablikskynni á förnum vegi. Þá varð hann i vegi fvr- ir fimm manna bifreið, sem ég sat í - hann á hesti. Bílferðinni var heit- ið upp á öræfi íslands, á bjargræðis- tima, í þeim tilgangi, að ganga úr skugga um, hvort þögnin þar væri slnndleg eða eilíf. Billinn æddi áfram og blés úr nösum sinni vélrænu and- remmu. En þó að hann ætti allmikið undir sér, varð hann að nema staðar, þar sem ríðandi maður varð i vegi bílsins og fór „sína götu“. Bíllinn banlaði aðvörunar-rödd á riddarann. En bann lét sem hann lieyrði eigi þá áminning. Billinn neyddist til að stanza, og riddarinn gerði þá slikt bið sama. Bílstjórinn leit út og mælti böstum rómi: — Þú þarna manni! Þelckirðu ekki þá sjálfsögðu mannasiði, að vikja úr vegi? Þessi karl virtist vera þykkur und-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.