Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 16
12 SAMTIÐIN ir hönd, mikil-leitur í bragði og þungbrýnn. Hann leit til bílsins og mælti: — Faxi minn er ekki skyldugur til að vikja úr vegi fyrir þessum bjól- fætta trogbera, enda liefi ég ekki auga í bnakkanum. Einbver farþeganna spurði riddar- ann að beiti. Hann kvaðst heita Birg- ir og eiga lieima í Leyningi. — Og ætlar bvert? —Hann lét í veðri vaka, að bann væri á leið út í óvissuna, væri að leita að kaupamanni. — Er nokkur slægur i nokkrum ykkar til nýtilegra verka? spurði hann. Billinn svaraði með því að þjóta af stað. — Sá þykist eiga undir sér! varð einhverjum að orði og kveikti i vindli. OG NÚ var ég kominn að Leyn- ingi — til þess að mæla jarða- bætur og bjóða ráðleggingar þessum þverböfða. Kveldsólin skein á breiðar berðar Birgis, þegar ég reið í blaðið. Hann sat á hestasteini í lilaðvarpanum og stangaði kverkól við beizlis-höfuð- leður, beit úr nálinni og leit upp, þeg- ar ég steig af hestbaki. Ég þóttist verða þess áskynja af tilliti Birgis, þegar ég beilsaði bon- um, að hann kenndi eigi gestinn. Ég sagði til nafns míns og gat þess, að við hefðum sézt eitt sinn á förnum vegi, hann á hesti, ég i bíl. Birgir glotti við tönn. — Það var nú þá! Allir verða fyrir einhverjum árekstrum á lífsleiðinni. En þessi var ómerkilegur. Þú munt vera mælingamaður og fleira? Ég játaði því og spurði, bvort þar væri nokkuð að mæla? — Nei, ekki í þetta sinn. En þú getur gisl bér í nótt, ef þér sýnisl! Ég tók því boði með þökkum. — Og liestinum get ég gefið tuggu, ef þér þykir vissara að býsa lninn? Ég sagði hestinn bagspakan og reyndan að því að gera sér að góðu þá haga, sem grónir væru. — Þá er að spretta af klárnum og Iofa honum að velta sér. Ég læt flytja bann til minna hesta. Gaktu í bæinn. Við gengum inn, og vísaði bóndi mér lil sætis í gestastofu. — Þú ert líklega matar þurfi? Ég skal láta kvensurnar vita um gest- komuna. Ég sagði, að ekki lægi á, ég byggi enn að gestrisninni á Brávöllum. — Nú, þú gistir þar í nótt, bjá Rósamundu og Víglundi! Þar er ekki i kot vísað, gestum og gangandi. — Já, ég gisti bjá Rósamundu, bús- bóndinn þar var ekki heima. - Rétt er það, bann mun bafa ver- ið að afla sér þingfylgis, þykist ég vita, bóndinn sá. Þú liefur ált góða nótt bjá maddömunni þeirri. — Ágæta nótt, og það til marks, að frúin færði mér sjáll’ morgunkaffið og þrettán tegundir hveitibrauðs með kaffinu. — Því trúi ég. Þar er allt í sukki eins og sagt var um Halígerði lang- brólc. — Er Rósamunda af bennar kyni? — Það veit ég ekki. Ég er ekki ætt- fræðingur og veil ekki um ætt Rósa- mundu annað en það, að langamma

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.