Samtíðin - 01.06.1943, Side 20
16
SAMTÍÐIN
GUNNAR STEFÁNSSON leikari:
FRÁ LEIKSVIÐINU 4.
Þegar ég lék fyrsta hlutverk mitt
[Gunnar Stefánsson er úr hópi hinna
yngri leikara höfuðstaðarins. Hann hef-
ur einkum leikið í gamanleikjum og á
væntanlega eftir að fá að glíma við veiga-
meiri hlutverk, áður en langt um líður.
Gunnar hefur brennandi áhuga á leiklist
og hefur m. a. sýnt það í blaðagreinum,
sem hann hefur ritað um þau efni. í eftir-
farandi grein skýrir hann frá viðhorfi
sínu, er hann lék hlutverk Figaros í
„Rakaranum í Sevilla“ ásamt skólasystkin-
um sínum í Menntaskólanum í Reykjavík
fyrir nokkrum árum.]
Herra ritstjóri!
Þér hafið óskað eftir svari við þeirri
spurningu yðar, hvernig mér, og öðr-
um leikuruni, sem þér teljið yður
liafa senl samhljóða hréf, hafi verið
innan brjósts, er ég var að leika fyrsta
aðalhlutverk mitt.
Eg vil þá byrja með að þakka yð-
ur þann áhuga, er þér með nefndu
bréfi sýnið íslenzkri leiklist, og lá'ta
í ljós þá von mína, að sem flest liér-
leiul blöð og tímarit mættu í því efni
fylgja dæmi hins ágæta rits yðar.
Fljótt á litið, hugði ég ekki mik-
inn vanda vera að svara greindri
spurningu, en eftir ]>ví, sem ég hugs-
aði málið gaumgæfilegar, komst ég
að þeirri niðurstöðu, að lít.t mögu-
legt væri að kryfja málið lil mergjar
og gera nefnt hugarástand skiljan-
legt utanaðkomendum.
Ef nola mætti likingar, mundi ég
helzt líkja því ástandi liugans, sem
mér fannst ríkjandi, er ég i fyrsta
skipti stóð á leiksviðinu, sem leikari
Gunnar Stefánsson
í stóru hlutverki, við tilfinningar
þess manns, sem þreifar eftir eldfær-
um í koldimmu herbergi, sem þó
leggur einhverja skímu inn i, eins
og gegnum rifu á gluggatjaldi.
Til skýringar verð ég að geta þess,
að við umrætt tækifæri var ég að-
eins unglingur að aldri, tæplega tvi-
tugur, og játa verð ég jafnframt, að
mér var ýmislegt annað hugþekkara
en að ráða gátur tilverunnar og
sökkva mér niður í athuganir á við-
fangsefnum, sem mér virðast uú
hiátt hafin vfir dægurþras og augna-
hliksánægju, sem ])á skipuðu æðstan
sess i heimi mínum, því að ég held,
að ég verði að telja hlutverk Figaros
í leiknum „Rakarinn í Sevilla“ eftir
Beaumarchais, se'm við nemendur
Menntaskólans í Reykjavík efndum
til sýninga á, vorið 1936, vera fyrsta
hlutverk mitt á leiksviði.
Yerð ég og að gjöra þá játningu,