Samtíðin - 01.10.1943, Side 10

Samtíðin - 01.10.1943, Side 10
6 SAMTlÐIN gæta að nafni hins eignalausa félags í útsvarsskránni! Hér er dæmi annars eðlis: Eigna- laus stúlka, sem var atvinnulaus meiri liluta árs, vann sér þó inn um 2000 krónur, sem húsbóndi hennar skýrði skattstofunni frá. Stúlkan hélt í fáfræði sinni, að framtal hús- hóndans væri nægilegt og taldi ])vi sjálf ekki fram, eins og henni þó har. Skattstofan áætlaði stúlkunni 8000kr. tekjur, og samkvæmt þeirri áætlun voru allir skattar hennar reiknaðir út. Skattarnir urðu svo háir, að stúlk- an fór að grennslast eftir, hverju slíkt sætti. En hefði skattstofan áæll- að tekjur stúlkunnar t. d. 4000 kr., hefði hún sennilega greitt skattana möglunarlaust, óvitandi þess, að hér var lnin að greiða skatla af helmingi liærri tekjum en hún raunverulega liafði aflað. — Fæstir skattgreiðend- ur hafa tækifæri til að fylgjast með útreikningi Skattstofunnar með sköttum þeirra. Um það geta væntanlega allir ver- ið sammála, að gagngerðar breyting- ar á núverandi skattalöggjöf eru nauðsvnlegar. Ritstjórar blaða og timarita eiga ásamt öðrum leiðtog- um þjóðarinnar að hvetja menn lil sparnaðar og fjársöfnunar. Löggjaf- arvaldið á að sjá til þess, að því fé sé jafnan vel varið, sem tekið er af skatlþegnunum. Framkvæmdamað- urinn verður að ganga úr skugga um, að fé það, sem tekið er úr rekstri lians og þar af leiðandi dregur úr framkvæmdum, sé notað skynsam- lega. Þá á liinn sparsami daglauna- maður og heimtingu á þvi, að farið sé vel með það fé, sem hann greiðir til opinberra þarfa, en liann hefði ella notað sér til öryggis í ellinni. Bókmenntagetraun Samtíðarinnar Hvaða skáld hafa ort eftirfarandi ljóðlínur, og úr hvaða kvæðum þeirra eru þær? Svörin eru á hls. 29. 1. Fátæktin var mín fylgjukona frá því eg' kom í þennan lieim. 2. Góðmennskan gildir ekki gefðu duglega á kjaft. 3. Konungs hafði hann lijarta með kotungs efnum. 4. Þú hróðir kær, þó báran skaki þinn bátinn liart, ei kvíðinn sért. 5. Ei mun guð sitt aðalverk aftur niður rífa. Fyrirspurn Ejnn af áskrifendum Samtiðar- innar spvr: „Eru íslenzkir læknar ekki farnir að hafa dýrmæta vökv- ann hormónið til að gefa mönnum nýtt lif, þegar menn fara að slitna?“ Samtíðin hað Jónas lækni Sveins- son að svara þessari fyrirspurn. Kvað hann hormón nú þegar notað mikið af islenzkum læknum, en vís- aði um þetta efni til lækningabókar þeirrar, er brátt væri væntanleg und- ir ritstjórn próf. Níelsar Dungals. Suðutækin gera gagn, gull í búið draga, þegar rakið rafurmagn rennur alla daga.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.