Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN ínér var vel við hann vegna vináttu við foreldra mína, og svo af góðvild lians til sjómannanna. Og fvrir min- um minningaraugum er gamli Loft- ur oftast ])rosandi. En kunnugir segja, að brosið hafi eins og stirðn- að, þegar hann aflaði ininna en aðrir. Hann vildi í engu vera öðrum minni. Loftur mun hafa verið flestuni þar í sveit ríkari og ríklund- aðri. Slíkt leiðir oft til öfundar hjá mörgum, en öfund og vinsældir eiga sjaldan samleið. Ivona Lofts Iiét Anna, virðuleg og væn kona i alla staði. Ekki var hún að sinu leyli minni að vallarsýn en bóndi hennar, að sagl var. Ég sá liana aldrei. Kon- ur sóltu þá ekki mannfundi. Starf- svið þeirra var þrengra en nú. En Anna á Eyjum hafði mikið orð á sér fyrir mannkosti, engu minni en Lofl- ur. Hún var hjartagóð og gjafmild kona og manni sinum fremri að því leyti eftir kiinnugra sögn. Ann- ars var það ekki ætlun mín að lala um manngildi þeirra Lofts og Önnu. Ég hef enga vog eða mál til að mæla og vega þess háttar. Ég veit, að þessi lijón voru hæði ágæt og stéttarprýði. Nú eru þau fyrir löngu flutt í kirkju- garðinn, en síðan þau fóru, hefur aldrei verið talað um stórheimili á Eyjum; það hvarf með þeim. Væri andi Lofts á sveimi hér neðra, þá myndi hann horfa til Eýjanna og hyrnunnar, reika svo að lendingunni, ef þar væru einhverjir að lenda. Nci, það er allt húið að vera „Gjögrarnir“ gömlu eru ekki lengur til. Það er stutt frá Lofti til Eyja- hyrnu, og hæði gnæfa hátt. En fjöll- in liafa hlustað á nið aldanna og fótatak áranna, án þess að breytast, eins og hugumstór, rólegur maður, sem aldrei skiptir skapi, hvað, sem á gengur. Áður en ég minnist á Eyjahyrnu, fer ég fáum orðum um Ennishöfða; Hans hef ég áður getið. Þótt höfðinn takmarki útsýnið í suðri, getur hann ekki byrgt hina miklu víðáttu til austurs og norðurs. Húnavatnssýslu- fjöllin hlasa við, Vatnsnesið og Langadalsfjöllin, að vísu vatnar að mestu yfir láglendið á Skagaströnd- inni, en fjöllin, tindarnir, eru eins og raðir af risavöxnum minnismerkj- um yfir þjóðhöfðingjum. Þá er það Eyjahyrna. Fyrir norð- an hana er hin nafnfræga Kaldbaks- vik, sem Önundur tréfótur nam land i fyrrum og leizl ekki á. Hyrnan sjálf er í rauninni ekkert fráhrugðin öðrum fjöllum hér og víðar á land- iml. Það eru til svo margar hyrnur og höfðar á Islandi, en j)au eru ekki öll jafnfalleg. Eyjahyrna er fallegl fjall héðan að sjá, og hún sýnist vera einvöld þarna í fjallaþyrpingunni, j)ar af leiðandi ofurlítið ríkilát eins og drottning; það fer henni vel. Eyjahyrna er einn liðurinn í Iiinum langa og hrikalega fjallgarði, sem aðskilur hiila víðáttumiklu og ægi- legu grafreiti, Húnaflóa og ísafjarð- ardjúp. Þegar logn er og miklar hill- ingar, breiðir Eyjahyrna hláfeldinn sinn út á Húnaflóa, en þegar stormar, sveipar hún að sér skikkjulafinu, en sjálf er hún róleg og tigin á svip, hvað, sem yfir dynur. Hún skiptir að- eins litum. Þegar sólargangur er lengstur hér, er sólin aðeins stutta stund að fjallahaki. Svo kemur hún

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.