Samtíðin - 01.10.1943, Page 16

Samtíðin - 01.10.1943, Page 16
12 SAMTlÐIN 111. saga Samtíðarinnar OSCAR -SCHISGALL: Strandvarnir JOE SCUDDER varð að þramma ellefu mílur eftir ströndinni, áð- ur en hann kæmi til skrásetningar- skrifstofu nýliða í borginni. Hann var fimm klukkustundir á leiðinni. Joe vai'ð að ganga hægt vegna hjarta- hilunar. Uni tímann var honum sama. Það, sem honum gramdist, var, hvernig undirforinginn, er sal við skrifborðið, glápti á hann og hvernig hann endurtók: „Þér viljið láta skrásetja yður?“ „Nú“, anzaði Joe, „eitthvað verð ég að fá að gera“. „.Tæja, en hve gamall eruð þér?“ Joe bjóst við, að heppilegast væri að segja sig eins og tíu árum yngri en hann var í raun og veru, svo að liann svaraði: „Sextugur“. Undirforinginn glotti við tönn og hristi höfuðið. „Mér þykir það leitt, lagsi, en í sjóherinn getum við alls ekki skráð yður“. Joe datl í hug, að undirforinginn kynni að liafa misskilið sig. Honum var það ljóst, að hann mundi lítl til þess fallinn að herjast. IJann gerði sér engar tálvonir um, að honum mundi auðnast að ávinna sér heiðursmerki í bardögum fyrir það, sem blöðin kölluðu „frækilega framgöngu í bardaga". Nei, fjandinn hafi það, en hann langaði bara að vera svona til aðstoðar. „Gæti ég ekki eldað mat eða gert eitthvað þess háttar?" „Nei, til þess eruð þér orðinn of gamall“, svaraði undirforinginn, og af því að hann var forvitinn, hætii hann við: „Hvað hafið þér fyrir stafni núna?“ Joe var órótt innan hrjóst. Hann vissi fullvel, að með þennan hatt- garm í höndunum, í þessu samfest- ingsræksni og með þessa skóræfla á fótunum var hann útlits eins og liver annar þurfalingur. En hann var alls enginn þurfamaður, heldur horgari, sem gat séð fyrir sér sjálfur. „Ég fiska“, sagði hann. „Einmitt, og livar eigið þér heima?“ „Tiu milur hérna út með strönd- inni — nálægl Þorskafirði.“ Undirforinginn varð forviða. Hann skotraði augunum lil sjóliðans, sem stóð skammt frá dyrunum og leit siðan aftur á Joe. Og Joe var ó- rólegur. Enn stóðu nokkrir kofar á ströndinni, sem voru orðnir það hrörlegir, að ekki var annað sýnna en að fyrsti ærlegi vindgusturinn mundi feykja þeim um koll. í ein- um þeirra bjó Joe. Einsamall eins og nú var komið fvrir honum. Allir aðr- ir voru fluttir úr þessum kofum fyrir löngu. En Joe hafði þraukað þar eftir dauða konu sinnar. Hon-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.