Samtíðin - 01.10.1943, Qupperneq 17

Samtíðin - 01.10.1943, Qupperneq 17
SAMTIÐIN 13 um fannst ekki lakara að vera þar en að fara að flækjast eitthvað ann- að. Þar gat hann húið ókeypis og alltaf var hægt að veiða nóg í soðið. Auk þess var hann sæmilegur fyrir hjartanum, meðan hann hafðist við þarna á ströndinni og lagði ekki of hart að sér við hlaup eða störf. Það voru nú liðnir sjálfsagt tveir mán- uðir, síðan liann hafði fundið til nokkurs stings fyrir hjartanu. Hann strauk hvítt, úfið hár sitt með kræklóttum fingrunum og mælti: „Er þá ekkert, sem ég get gert i þessu stríði?“ „Jú, mikil ósköp, sitt af hverju, anzaði undirforinginn tafarlaust. Hann vildi ekki særa Joe. En þegar á það var litið, hve andlitið á Joe var hrukkótt og mæðulegt, var ekki liætt við slíku. Undirforinginn mælti: „Hvers vegna gangið þér ekki i strandvarnarliðið?“ „Hvað?“ „Þér hafið séð hermennina, sem eru á verði á ströndinni, er ekki svo?“ „Jú, ég lield nú það“, mælli Joe liissa. „Nokkrir þeirra eru í herbúð- um tvær mílur fyrir norðan staðinn, þar sem ég á lieima, og enn aðrir eru í mílu vegar fjarlægð fyrir sunnan mig“. ' '!‘|F1 „Þér gætuð verið þeim til aðstoð- ar“, mælti undirforinginn. „Það er enginn vafi á því, að þeir þurfa á manni að halda milli stöðva sinna — manni, sem gæti haft gát ó kafbát- um og séð til þess, að engir óvina- njósnarar komist upp á ströndina. Slikt væri tilvalið starf handa yður, og auk þess væri það hið mesta trún- aðarstarf“. Joe Scudder rak upp stór augu. „Yður er alvara? Get ég þá komizt að í strandvarnarliðinu?“mælti hann. „Auðvitað“, mælti foringinn. „Segið þér bara hermönnunum frá öllu, sem þér verðið var við“. Og .Toe arkaði þessar ellefu mílur lieim til sín með hjartað mettað af lotningu og fullsælu. Það munaði minnstu, að honum fyndist liann slaga upp í sjálfan forsela Banda- rikjanna, svo mikið fannst honum til sín koma. í um það bil tíu mílna fjarlægð frá kofanum lians, út með ströndinni, voru æfingastöðvar sjóliersins, og þar hafði liann vonazt eftir að gela fengið vinnu við einhver léttastörf, sem ekki reyndu allt. of mikið á lijartað. En þella var miklu heppi- legra. Að liafa gát á kafbátum og njósnurum — það var nú hvorki meira né minna en starf í þágu allrar ættjarðarinnar! Joe var gagntekinn af alvöru og skapliörku, þegar liann lagði af stað í strandvarnaleiðangra sína. Á dag- inn, þegar hann var við fiskveiðar, var starfið auðvelt. Þá var ekki annar vandinn en að hafa augun opin. En á nóttunni var allt örðugra viðfangs. Joe áleit, að hann yrði að vera ár- vakur í starfi sinu, ef hann ætti að geta vænzt þess, að nokkurt traust yrði horið lil lians, svo að hann tók það ráð, að fara tvisvar á fætur á hverri nóttu — í fyrra skiptið um miðnættið og aftur um óttubil — og gekk þá fram og aftur uin strönd- ina og skyggndist um.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.