Samtíðin - 01.10.1943, Page 20

Samtíðin - 01.10.1943, Page 20
16 SAMTÍÐIN Björn—Slgfússon: | TUNGAN 4. | Glundroði falla er glötun orðlistar KRUM SAMAN fallanotkun ensku og íslenzku. f öndverðu var fallanotkunin eins að kalla, því að vér Englendingar „erum einn- ar tungu, þótt görzk hafi mjök önn- ur tveggja eða nökkut báðar,“ eins og margspakur málgarpur Hauk- dælaskólans orðaði þetta um það leyti, sem Ari lézt, Þorgilsson. Nú eru 2 föllin horfin úr ensku nema leifar í beygingu sumra fornafna, en íslenzkan hefnr ekkert látið af sinni fjölhrevtni. Það þýðir, segja sumir, að hún hefur dregizt aftur úr, spyrnt gegn þróun. Aðalalriði þeirrar þróunar, sem við er átt, er raunar ekki hvarf fallbeygingar Iieldur afnám hinnar frjálsu orðarað- ar, sem einkenndi germanskar tung- ur og varð íslendingum að list og nauðsyn í ljóðagerð allri og snjöllu málfari. Sé íslenzkan svipt því frelsi, verður ekki orl með liáttum stuðla og rimsins dýra né leikið að liugtök- um, svo að minni á það, er að hand- söxum var leikið og gripin þannig, að inörg sáust í senn á lofti. íslendingar vilja ekki missa neitt af föllunum úr tungunni né frelsið í orðaröð, sem krefst fallanotkunar, ef mál á að skiljast. Það sakar ekki, þótt sagnir eins og Ijúka og loka hafi nú jafnan með sér þágufall í stað þolfalls, sem var í clzla máli, og forsetningin án stýri nú eignar- falli, en stýrði í öndverðu þolfalli og stundum þágufalli. Þessar og þvílík- ar hreylingar hafa ekkert breytt eðli tungunnar né orðið að varanlegum glundroða, því að þjóðin öll er löngu búin að fallast á þær. En breytingar, sem glundroða valda, eru dæmdar bart, unz menn kunna að sætta sig við þær almennt, og breytingar á eðli tungunnar má aldrei þola. Enskan með liina lögbundnu orða- röð er ágætt mál til síns brúks, en íslenzka má aldrei hneigjast í sömu átt. Glundroði í föllum getur gert málið svo tvírætt og spillt því svo margvíslega, að hann verði bana- mein frjálsrar orðskipunar og falla. Rangt er að segja: „Erlendur tog- ari rak upp í fjöru í Hafnarfirði í gær“ (frétt í blaði 5. marz 1943). „Enska orðaröðin“ heimtar fremstu orðin i nf., en íslenzka sögnin heimt- ar þolfall (andlag) með sér: Erlend- an togara rak. Á sama hátt á að segja: Mennina bar við himin, en ekki „mennirnir báru við himin,“ eða livað „báru“ þeir við liimirþnn, og Iivað rak logarinn undan sér í land? Ekki svo mikið sem marhnút. Um ótal slíkra setninga mætti nú fara orðum, — leiða hugum, leiða getum og leiða orðum, — og jafnvel leiða ástum gömul orðtök af því tagi. En aðrar tegundir fallvillna kalla að. Þgf. með so. leiða er rétt notað þann- ig: „Hrútur mun engum getum vilja leiða um sóttarfar þitt.“ Þágufalls- sýkin, sem kölluð er, nær til æ fleiri sagna með hverju ári og veldur

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.