Samtíðin - 01.11.1943, Qupperneq 5

Samtíðin - 01.11.1943, Qupperneq 5
SAMTiÐIN Nóvember 1943. Nr. 97 10. árg., 9. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. j YFJAFRÆÐINGUR nokkur, dr. Frank B. Robinson, búsettur í fylkinu Ida- ho vestur í Bandarikjunum, hefur fyrir nokkrum árum stofnað trúarflokk ein- göngu með bréfaskriftum. Hér er ekki um að ræða neinar kirkjur né guðsþjónustur í venjulegum skilningi, en samt stækkar söfnuður þessi óðfluga. Hugsjón sú, sem vakir fyrir dr. Itobinson, sést bezt af eft- irfarandi orðum, sem þýdd eru úr bækl- ingi, sem hann hefur sent öllum þeim, er gerzt hafa meðlimir safnaðar hans, en þeir eru orðnir á aðra miljón: „I 40 ár lief ég ef til vill verið auðvirðilegasta mannvera, sem hugsazt getur. En svo bar það við dag nokkurn, að ég talaði við guð. f>á kom yfir mig andlegur kraftur svo mikill og máttugur, að í samanburði við hann urðu öll önnur öfl svo sem ekki neitt. Þennan kraft skal ég veita yður, ef þér viljið. Hver veit, nema hann geti orð- ið yður enn þá meira virði en mér.“ Fyrir um það bil fjórtán árum öðlað- ist dr. Iíobinson þennan kraft, sem hann fullyrðir, að geri sig færan um að hljóta alla þá hamingju, sem hann girnist og öll þau veraldleg gæði, sem honum kann að leika hugur á að eignast. Allt þetta telur hann, að sér hafi verið veitt, eftir að hann talaði við guð, og síðan hefur hann hafnað öllum öðrum skilningi á guði en þeim, sem hann hefur persónulega öðl- azt. I>ó játar hann, að máttur bæna sé mikill. — Dr. Robinson kveðst geta gert aðra menn hluttakendur í hinni merkilegu Iífsreynslu sinni og hamingju með því að leggja þeim bréflega lífsreglur, sem þeir eiga að fara eftir. Hann trúir því, að til sé lögmál, sem hann nefnir g u ð s 1 ö g- m á 1 i ð. Þetta lögmál stýrir athöfnum manna fyrir sitt leyti eins og rafmagnið stjórnast af sérstöku lögmáli. Dr. Robin- son trúir því, að þetta guðslögmál hafi alltaf verið til, en að mannkynið hafi ekki þekkt það fremur en rafmagnið, af því að það er ósýnilegt. Hvað, sem menn kunna að segja um þetta mikla nýmæli, er eitt þó víst, að áhangendum dr. Robinsons fer dagfjölg- andi. Þegar þetta er ritað, er söfnuður hans orðinn á aðra miljón, og má hann kallast dreifður um alla jörðina. Dr. Ro- binson segir um sjálfan sig: „Ég er mað- ur rétt eins og gerist og gengur, enda þótt ég og borgin, sem ég bý í, sé nú orðin heimsfræg. (Þessi borg heitir Moskva). Ég háði jafnörðuga lífsbaráttu og hver annar, þangað til ég uppgötvaði guðslögmálið. Síðan hef ég ekki gert ann- að en reyna til að fræða aðra menn um þetta lögmál og leiða þá í allan sann- leika um tilveru þess.“ — Áhangendur dr. Robinsons eru, eins og vænta má, menn al' öllum stéttum, bæði ríkir og fátækir. Allir eða allflestir hafa þeir verið óánægð- ir menn, sem að einhverju leyti voru áð- ur ósáttir við tilveruna. Til dr. Robin- scns streyma daglega fleiri bréf en til flestra annarra manna, og vitanlega er hann löngu hættur öllum öðrum störfum en að vinna trúarskoðun sinni áhangend- endur. Honum hefur óhjákvæmilega græðzt stórfé, en hann kveðst verja því til styrkt- ar hinu mikilvæga málefni. Sjálfur hygg- ur hann ekki á auðsöfnun, enda mundi slíkt óþarft samkvæmt kenningum hans. Guðshugmynd sína nefnir dr. Robinson „Psychiana“. Hún er í sjálfu sér ekki ný, en trúboð hans er hins vegar alger nýj- ung. Hann segir: „Ef guð getur launað mönnunum í öðru lífi, hlýtur hann einn- ig að geta gert það hér, ef við komumst í rétt samband við hann. Það hef ég gert, og markmið mitt er að stuðla að því, að sem flestir öðlist mína dásamlegu trúar- reynslu.“’

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.