Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 20
18 SAMTÍÐIN ATTILIO GATTI: Risaríkið í Afríku T^ AÐ ERU ekki nema 40 ár síðan fyrsta hvíta manninum, land- könnuðinum von Goetzen greifa, tókst að brjótast inn í hið fjöllum girta Rwanda, land Watussi kyn- stofnsins í Mið-Afríku. Um aldaraðir hefur þessi furðulegi kynstofn lifað lífinu einn og óáreittur af fulltrúum hinnar svonefndu siðmenningar. Við komu von Goetzens til þessa einangraða ríkis Iiófust umráð Þjóð- verja yfir því. En þegar eftir heims- styrjöldina 1914—18 var ég settur yfir nær 3 milj. Bahutu-manna, sam- kvæmt boði Þjóðabandalagsins. Kon- ungur Watussi-manna var þó eftir sem áður stjórnandi landsins og þjóð- arinnar, er telur 80 þús. Watussi- manna, sem einungis eru furstar, fylkisstjórar, aðalsmenn og höfð- ingjar. En einnig ræður konungur yfir nær 3 miljónum Bahutu-manna, sem eru friðsöm akuryrkjuþjóð af venjulegu svertingjakyni og geysi- fjölmennum Batwa-kynflokki, sem enginn kann tölu á. Eru þessir Bahva- menn dvergar, 4% fet á hæð, og hafa Watussi-menn gert þá að þrælum sín- um. Hvaðan Watussi-menn eru kynjað- ir og hvenær þeir settust að í Rwanda er mönnum hulin ráðgáta, en senni- legt þykir, að þeir séu afkomendur Forn-Egypta, er lifðu merkilegu menningarlífi á bökkum Nílar, og eigi þeir ætt isina að rekja til auð- ugra nautgripaeigenda, er endur fyr- ir löngu yfirgáfu ríki Faraóanna og tóku með sér nokkurn hluta hjarða sinna. Halda menn, að þeir hafi far- ið frá Egyptalandi annað hvort til þess að forðast hungur eða ofsóknir eða til þess að leita nýrra grasauð- ugri beitilanda en þeir höfðu átt við að búa. Þykir sennilegt, að þeir hafi haldið suður á bóginn í sífelldum krákustígum til þess að forðast hina herskáu frumbyggja héraðanna, en loks hafi þeir komið til Rwanda og fest þar byggð, sakir þess hve frum- byggjar landsins voru gæfir og land- ið fagurt og gróðursælt, en loftslag heilnæmt. Enginn veit, hvenær land- nám þessara manna í Rwanda átti sér stað, en af líkum má ráða, að það hafi orðið nálægt fæðingu Krists. Mér er sem ég sjái framan i Bahutu-mennina, friðsama og lítil- siglda, er þeir litu upp einn góðan veðurdag fyrir mörgum hundruðum ára og sáu hina óboðnu gesti þyrpast inn i hið fjöllum girta land þeirra. Þessir aðkomumenn voru ótrúlega hávaxnir, 7—8 fet á hæð, og kunnu ekki að hræðast. Gegn slíkum mönn- um var ekki til neins að rísa með ofbeldi. Þeir báru af íbúum Rwanda lands eins og gull af eiri, bæði að vallarsýn, kröftum og andlegu at- gervi. Bahutu-menn tóku því það ráð, að gerast þeim í hvivetna auð- sveipir þjónar og trúa því, að þessir glæsilegu aðkomumenn væru synir guðanna.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.