Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 26

Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 26
24 SAMTÍÐIN að safna þeim hókmenntaleifum, sem géymzt hafa með þjóðinni, og hyggja upp Island, sem er sokkið í sæ, úti i kóngsins Kaupmannahöfn. Hann fórnar gleði sinni, hann fórnar lífi sínu fyrir þetta starf. „Aldrei um ei- lifð verður til neitt annað Island utan það ísland, sem Arnas Arnæus hefur keypt fyrir líf sitt". Þetta er túlkun skáldsins á starfi afburðamannsins og sögu þjóðai-innar. Ég er sannfærður um, að hinn ógæfusami Árni Magn- ússon, eins og Kiljan lýsir honum, á eftir að lifa með þjóð sinni og vera elskaður af henni. Bókin er listaverk, hún er Islend- ingasaga, hún er einn steinninn í þá bj'ggingu að endureisa hið sokkna Island á íslandi sjálfu. Bóndinn, Jón Hreggviðsson frá Rein, er kallaður fram úr fáorðum annálsgreinum og gerður að hetju í Islendingasögu. Við sjáum þennan umkomulausa bónda berast eins og flak fyrir hafróti tím- ans. Hann finnur, að öll andstaða við örlögin er tilgangslaus. Honum svell- ur hugur í brjósti, er hann finnur til vanmáttar síns og hugsar til hins tólf álna langa Gunnars á Hlíðarenda og Haralds hilditannar, forfeðra sinna. Hann kveður Pontusrímur og hlær, svo að skín í livitar tennurnar í svörtu skegginu. I bókinni eru mjög rómantískir kaflar. Kiljan er í verunni róman- tískt skáld. Hugþekkasti hluti bókar- innar er um lögmannsdótturina, sem fór til Skálholts ok lærði að elska. Við heyrum niðinn í Öxará, höggin í Brennugjá. Hinar fáorðu, hnilmiðuðu landslagslýsingar bregða upp næst- um þvi áþreifanlegum myndum. Les- Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar Skúlatún 6 Reykjavík Sími 5753. F r a m k v æ m i r: Vélaviðgerðir Vélasmíði Uppsetningar á vélum og verksmiðjum. Gerum við og gerum upp bátamótora. Smíðum enn fremur: Síldarflökunarvélar Iskvarnir Rörsteypumót Holsteinavélar UTVEGSBANKI ÍSLANDS H.F. Reykjavík ásamt útibúunum á Akureyri ísafirði Seyðisfirði Siglufirði og í Vestmannaeyjum. • Annast öll venjuleg bankaviðskinti innan lands og utan.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.