Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 15
SAMTIÐIN 13 blandar þessu, ort nálægt 1000). Eikurnar taka þá að bera barr sitt og auk þess hin sætustu aldin. Sjald- an fellur eplið langt fná eikinni, segja inenn, en eplatré, sem að fomu hét apaldur, kemst ekki að hugsuninni. Tilgerð þykir að segja rökrétt: Sjald- an fellur eplið langt frá apaldrinum. Það er von, að hin fjölbreyttu skógaorð fölni og týnist, eftir að skógur eyðist i landi og utanfarir ís- lendinga strjálast. Þau orð falla eins og trjábolirnir, og íslehzkir máls- hættir segja svo, að „allar eikur fyrnast", — „ekki er svo fögur eik, að hún fölni ekki um siðir", — „falls er von að fornu tré". Seint er þó öll von úti um nýjan teinung af rótum trés, sem féll, og trjáheiti fornmáls eru sum að lifna við. Björk mátti heita horfið orð i talmáli, „birkihrísla" var helzta orð- ið, sem hafandi þótti um einstakt skógviðartré, — en skógviður var einna tíðasta nafnið á birkinu og er víðast enn. Björk er aftur að verða talmál og er fallegt orð. Á sama hátt mun grön verða tal- rtíál um einstakt grenitré, og veldur þar miklu fordæmi Stephans G. Stephanssonar í kvæðinu Greniskóg- urinn: — „háa, gilda grön, / grænust allra skóga". ösp fannst villt í Fnjóskadal fyrir fáeinum áratugum og lifir, þótt hún hækki tregt, og innfluttar hafa aspir verið síðan, svo að nafnið er orðið kunnugt. Espi er heiti asparskógar, og heitir land- námsbýlið Espihóll i Eyjafirði eftir því, en Asparvík heitir á Ströndum. Likur eru til, að barrviðir eigi hér mesta framtíð allra innfluttra trjá- tegunda, fengnir úr Alaska og Norð- ur-Noregi. Auk grenitegunda og furu er um tvær trjáættir að ræða, er á lalínu nefnast abies og tsuga og bera tsugatrén furunafn í ýmsum lönd- um, en abieslrén ýmist greninafn eða heiti, sem hér verða ekki nol- hæf (þýzku Tanne). Þess vegna er nauðsyn að grípa til hins forna arfs trjáheitanna og finna ættunum þar nöfn. Það hefur nú verið gert, og heitir.abies þinur, ef. þins, en tsuga þöll, ef. þallar. Orðin fara vel i sam- selningum. Fjallaþinur, fjallaþöll og marþöll heita tegundir, sem verið er að reyna hér í gróðrarreitum. Fyrr- um átti þöll við furu, en nú má að- greina merking orðanna. Þinur var barrtré, helzt furuættar, en merk- ingin orðin mjög reikul i fornu máli og beygingin víst einnig (helzt beygt sem hafur). Önnur merking í orðinu er þaninn strengur, netþinur og lifir í mæltu máli. Orðið er skylt þvi að þenja. Þinir eru tré, sem þenjast hátt, teygja sig. Hvorugkynsorðin þelli (fornt mál) og þini (nýyrði) geta átt við skóg þessara barrtrjáa. En í skógum einum munu þau ná góð- um þroska, tæplega einstæð á skjól- lausu og skuggalausu svæði, þvi að enn er satt hið fornkveðna: Hrörnar þöll, sú er stendr þorpi á. LEITIÐ UPPLÝSINGA UM VÁTRYGG- INGAR HJÁ: Nordisk Brandforsikring A/S Aðalumboð á íslandi Vesturgötu 7. Reykja- vík. Sími 3569. — Pósthólf 101?.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.