Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 17
SAMTlDIN 15 og ópíumsneyzlu. Þeir flýja til hans til þess að leitast við að gleyma til- verunni og komast inn í heim hug- myndanna. Fólk, sem haldið er af þessum, lesti, er sílesandi. Þvi er al- veg sama, hvað það les. Það opnar alfræðiorðabók og les þar með jafn- mikilli áfergju grein um meðferð vatnshta ejins og grein um skot- vopn .... Það leitar hvorki að staðreyndum né hugsjónum, heldur eingöngu að endalausum orðaflaumi, sem verndar það gegn því að þurfa að horfast i augu við lífið og tilver- una .... Skemmtile'stur er miklu veiga- meira starf. Skáldsögu-unnandinn les sér til skemmtunar og i þeirri von, að hann finni annaðhvort fegurð eða komist i æsingu. Annar les yfir- leitt til þess að njóta þess að upp- götva hjá skáldunum og siðameist- urunum fullkomnari túlkun á at- hugunum sínum og tilfinningum. Enn annar er vanur að lesa án þess að hirða sérstaklega um nokkurt tímabil sögunnar, til þess eins að sannfærast um sameiginlegar tilfinn- ingar manna á ýmsum öldum. Þess háttar skemmtilestur er hollur. Að lokum kemur svo starfslestur þeirra manna, er leita þekkingar sér til fróðleiks. Þeim, dylst ekki, að slíkt er nauðsyn til þess að öðlast þá menntun, sem þeir vita, að er furðu mikilsverð. Þegar menn lesa í þessum tilgangi, verða þeir að hafa penna eða blýant við höndina, nema þeir séu gæddir frábæru minni. Að leita tvisvar að grein, sem menn þurfa á að halda, er eyðsla á dýr- mætum tíma..... Lestur fylgir eins og allt starf föstum reglum. Fullkomin þekking á verkum fárra rithöfunda er gagn- legri en yfirborðsþekking á verkum margra. Fíngerðustu atriðin i bók dyljast mönnum oftast við fyrsta lestur. I æsku ættu menn að velja sér bækur á sama hátt og þeir velja sér vini. Og þegar þeir hafa á annað borð fundið þessa vini í heimi bók- anna, verða þeir að njóta þeirra í einrúmi. Náin kynni af Montaigne, Saint-Simon, Retz, Balzac eða Proust mundu nægja til þess að auðga allt líf hvers og eins. Þegar menn lesa, ættu þeir að gefa mestar gætur að hinum miklu höf- undum fortiðarinnar. Auðvitað er bæði eðlilegt og sjálfsagt, að menn séu handgengnir verkum samtíðar- manna sinna, þvi að meðal þeirra er sennilegast, að þeir finni vini, sem óttast og ásælast það sama og þeir sjálfir. En drekkjum oss ekki í haf- sjó ómerkilegra bóka. Snilldarverkin eru þegar orðin það mörg, að vér fáum, aldrei kynnzt þeim öllum. Lát- um oss trúa á val rita frá fyrri öld- um. Einum manni getur skjátlazt og heilli kynslóð lika, en mannkyn- inu í heild sinni fatast ekki. Hómer, Tacitus, Shakespeare og Moliére eru áreiðanlega vel að frægð sinni komn- ir. Vér metum verk þeirra sýnu meira en verk þeirra höfunda, sem enn er ekki séð, hvort standast muni tímans tönn. Vér verðum að velja oss andlega næringu með mikilli kostgæfni. Sér- hver sál þarfnast sinnar sérstöku fæðu. Göngum úr skugga um, hvaða höfundar eru vorir höfundar. Þeir

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.