Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN 23 Bókarfregn Halldór Kiljan Laxness: íslands- klukkan, saga. Helgafell. Reykja- vík 1943. ALLDÓR Kiljan Laxness hefur sent frá sér nýja bók. í bók þessari tekur hann til meðferðar ný- stáriegt efni. Hann snoppungar þar eigi samtíðina með ýktum spegil- myndum úr daglegu lífi líðandi stundar, heldur fer hann hamförum aftur í aldir og kallar fram löngu liðnar persónur. Hann flytur lesand- ann með sér inn á svið einokunar- tímahilsins og töfrar fram á sviðið skírari myndir af aldarfarinu en áð- ur liefur verið gert. Hann greinir les- andanum fná lífsbaráttu eigi einungis kúgaðrar þjóðar, lieldur þjóðar i lífs- háska. Þjóðin á sér einn sameigin- legan dýrgrip, eitt sjáanlegt tákn hins ytra valds. Gersemi þessi er forn klukka, sem hringt er til dóma og á undan aftökum. En kúgarana í kóngsins Kaupmannahöfn skortir kopar; þeir þurfa að byggja upp stað- inn eftir striðið. Jón Hreggviðsson er neyddur til að liöggva niður þenn- an eina fjársjóð þjóðar sinnar. Þjóð- inni virðist glötun búin; hún liefur orðið að vega að sjálfri sér. Eina vonin í vorðharðindunum er náð drottins. „Iðrun og yfirbót“, segir kirkjan. „Veiðarfæri“, segir Jón Hreggviðsson. Þegar neyðin er stærst og glötun virðist búin hinni hrjáðu þjóð, kemur maður fram á sjónarsviðið, sem sér, að þjóðin á sér dýrgripi, sem eigi verða metnir til fjár og liafa gildi fyrir alla heimsbyggðina. Hann tekur PRJÓNASTOFAN Laugavegi 20, Reykjavík. Sími 4690. Þeir, sem eru ánægðir með PRJÓNAFATNAÐINN, hafa keypt hann lijá M A L IN. Matvörur Glervörur Burstavörur Iílapparstíg 30.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.