Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 7
SAMTiÐIN Apríl 1946 Nr. 121 13. árg., 3. hefti ÖTGEFANDI: SIGURÐUR SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. FLESTA HEILBRIGÐA menn langar vafalaust til að lifa sem lengst og þá auðvitað við sem bezta heilsu. En heilsu- Ieysi er eitt hið algengasta böl, sem mann- kynið á við að stríða, og hrörnunarsjúk- dómar herja á fólk, jafnvel á miðjum aldri, einkum hinar svonefndu siðmenn- ingarþjóðir, er villzt hafa frá eðlilegum lifnaðarháttum og orðið hvers kyns bílífi og óhollustu að bráð. Því hefur löngum verið trúað, að ellin komi okku-r að lokum á kné og að glíman við hana sé ein hin mesta mannraun, sem hugsazt getur. Er því engin furða, þótt það hafi vakið geysi- lega athygli erlendis, að austur í Austur- Síberíu og Mansjúríu skuli heimaalning- arnir ( sem að ýmissa dómi munu vera frekar frumstætt fólk), þekkja lyf, er lækn ar ellisjúkleik og lengir við það líf manna að miklum mun. Lyf þetta nefnist: k o m- b u c h a, og til þess að menn haldi ekkr, að hér sé verið að segja mönnum reyfara um eitthvert fánýtt hómópatameðal, skal tekin upp frásögn merks vísindamanns dr. Siegwarts Hermanns, fyrrum prófess- ors í bakteríufræði við háskólann í Prag, nú forstöðumanns frægrar rannsóknar stofnunar í New York, um þetta undralyf. Ur. Hermann farast m. a. þannig orð: „Mér tókst að útvega mér dálítinn skammt af þessu lyfi hjá vísindamönnum í Sovét- Rússlandi, sem ég heimsótti, og nú hef ég rannsakað það til hlítar með ýmsum vís- indalegum tilraunum. Árangurinn hefur reynzt furðulegur. í raun réttri hafa ibú- ar Austur-Asíu rammað hér á stórmerka læknisfræðilega uppgötvun, er reynast niun alveg ómetanleg. Þetta lyf nefnist „kombucha“. Mér er ekki fylliiega kunn- Ugt, hvernig það er búið til. Ein af goð- sógunum um uppruna þess hermir, að það sé búið til úr geitamjólk í launhelli. Önn- ur sögn telur, að það sé unnið úr fituhnúð kameldýrs. íbúar Austur-Asíu nota lyfið gegn æðakölkun og krabbameini. Þar sem fjest af okkar dýrmætustu lyfjum fyrr á tímum voru alþýðulyf, fýsti mig mjög að kynnast kombucha-lyfinu. Við rapnsókn kom í 'ljós, að það var framleitt með gerj- un fyrir atbeina sveppa. Er hér um nýtt efni að ræða, sett saman úr fimm lífræn- um efnum. Eftir að hafa reynt lyfið á köttum og kanínum, gekk ég úr skugga um, að það hafði í sér fólginn mjög mikils- verðan varnar- og lækningakraft. Ein af tilraunum mínum og samstarfsmanna minna var í því fólgin, að við sýktum heil- brigða ketti af æðakölkun með því að gefa þeim stóra skammta af D-fjörefni. Eftir vikutíma voru kettirnir orðnir mjög illa haldnir. Allir drápust þeir innan mánaðar. Rannsókn leiddi í ljós, að allmikil kölkun var orðin í slagæðum þeirra og öðrum líffærum, en slíkt er venjulegt einkenni ellinnar. — Nú var tilraunin endurtekin á öðrum kattahópi, en í þetta sinn var köttunum auk D-fjörefnisskammtsins gef ið kombucha. Þessir kettir kenndu sér einskis meins. Þeir urðu ekki fyrir neinni æðakölkun.Enn var tveimur köttum gefinn mjög stór skammtur af D-fjörefni einu saman. Síðan var þeim gefið kombucha. Læknaðist þá fljótlega kölkun sú, er þeir höfðu kennt. Næst voru nokkrar kanínur sýktar af æðakölkun með því að gefa þeim lyf, sem nefnist „cholesterol“. Þetta beit á þær, sem ekki fengu neitt varnarlyf. Aðrar, sem fengu jafnframt kombucha, sýktust ekki. Loks voru aðrar kanínur sýktar með því að dæla inn í blóð þeirra bakteríu- vökva. Síðan var þeim gefið kombucha, og eftir 3 daga var sjúkdómurinn í greini- legri rénun.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.