Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 14
10 SAMTEÐIN j^etro___'únlonio cle ^4(cc S PÁ 134. SAGA SAMTÍÐARINNAR TATARANS AÐ VAR einhvern dag í ágúst- mánuði árið 1816. Tatari nokk- ur, illa til reika og skringilegur í l'asi, kom til aðalstöðva herstjór- ans í Granada-fylki. Hann var rún- ingarmaður að atvinnu, á að gizka sextugur að aldri, kallaður Heredia, livort senr hann nú hét það eða það var bara viðurnefni. Ivom hann ríð- andi á skinhoruðum og ólundarleg- um asna, aflógaskeimu, sem ekki voru önnur reiðtygi á en reiptagl bundið um liálsinn. Jafnskjótt og maðurinn var kominn af baki, bað bann biklaust um að fá að tala við herstjórann sjálfan. Óþarft er að taka fram, að slik dirfska gat ekki annað en vakið mótbárur varðmannsins og blátra- sköll skutilsveinanna og loks efa- semdir og hik aðstoðarforingjanna, áður en vitneskjan um heimsóknina barst hinum hágöfuga herra don Eugenio Portocarrero, greifa af Montijo, er um þær mundir annaðist herstjórnina í hinu forna Granada- ríki .... En þar eð sá göfugi maður var einkar gamansamur og hafði raunar haft ýmsar spurnir af þess- um Heredia, meðal annars af hnytti- legum tilsvörum lians og að hann ætti oft í brösum út af verzlun sinni með notaða muni og fíkn sinni i það, sem var annarra eign .... gaf bann skipun um, að tataranum væri hleypt inn. Karl gekk inn í skrifstofu hans hágöfgi, steig eitt skref aftur á bak á móti bverjum tveimur áfram, eins og hans var vandi á mikilvægum augnablikum, féll svo á kné og mælti fjálglega: — Heill sé heilagri góðsmóður, og lengi lifi yðiar volduga hágöfgi. — Stattu upp og vertu ekki með nein látalæti, og segðu mér hrein- skilnislega, hvað þér er á hönd- um, svaraði greifinn og gerði sér upp þurrlegt viðmót. Heredia varð líka alvarlegur á svipinn og lét sér hvergi bregða. — Jæja, lierra, ég kem til þess að fá greidda þessa þúsund skild- inga. Hvaða þúsund skildinga? —- Þá, sem stóð í auglýsingunni um daginn, að sá fengi, sem gæti sagt til, bvar Parrón er niður kom- inn. — Hvað? Og þú þykist vita það? — Ekki er svo vel. — En bvað þá? — Ja, nú þekki ég hann. — Hvernig þá það? — Einfalt mál. Ég leitaði hann uppi, sá hann, ég er með lýsinguna af honum og vil nú fá verðlaunin. - Ertu viss um, að þú hafir séð liann sjálfan? spurði berstjórinn með áfergju, sem skyggði á allar efasemdir bans. Tatarinn fór að blæja og svaraði:

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.