Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 13
SAMTlÐIN y skapsmuni þína, því að þeir eru meira virði en miklar, óstýrilátar gáfur. Vertu bindindissamur — drekktu ekki vín, — því að Bakkus er slæmur’förunautur og getur af- vegaleitt þig, áður en varir. Drukk- inn maður vekur ekki traust. Vertu ekki svo flokksbundinn í stjórnmálum, að þú blindist af eigin- girni flokks þíns eða foringja. Láttu lieldur samvizku þína og sannfær- ingu ráða gerðum þínum. Verlu varkár í skuldbindingum þínum, þegar um drengskap, æru og samvizku er að ræða. Strikaðu vfir þessi orð, þegar þau eiga ekki við, t. d. á margs lconar opinberum eyðublöðum o. s. frv. Þetta eru hug- tök, sem ekki á að flíka með nema i ítrustu nauðsyn. Ef þú ætlar þér að koma ein- hverju mikilvægu í framkvæmd, þá farðu sjálfur, leggðu þig allan fram og undirbúðu áform þitt. Ef þú erl hreinskilinn og sannur í málflutn- ingi þínum, mun þér vel ganga. Ivostaðu kapps um að vera öðrum inönnum til fyrirmyndar og éftir- breytni í góðu og nytsömu staffi og allri iiegðan þinni. Ungi maður. Ef þú ætlar að vinna sjálfum þér eða öðrum og þar með talið landi þínu og þjóð til gagns og sóma, þá settu markið hátt og strengdu þess heit að vinna af öll- um lifs og sálar kröftum. Vertu mikilvirkur í störfum þínum, því að hver mun uppskera eftir því, er hann sáir. Við verðum að vinna meira og betur en aðrar þjóðir, ef mð eigum að standast samkeppni þeirra. Vertu hughraustur og gefstu ekki upp, þó að einhverja örðugleika beri að liöndum, þvi að þeir eru að- eins til að yfirvinna þá og eiga að gera manninn sterkari. Þegar óhapp ber að höndum, þá hugsaðu fyrsi um það eitt, livað hægt sé að gera lil þess að bæta úr tjóninu. Allt væl og harmatölur draga manninn nið- ur, en sterkur og ákveðinn vilji lyft- ir honum. Vertu staðfastur í áformum þin- um og láttu ekki augnabliksástand glepja þig. Reyndu að vera trúr hug- sjónum þínum og áhugamálum, jafnvel þegar illa liorfir, þvi að öll él birtir um síðir. Það sýnir veik- leika að lilaupa frá starfi sínu og hugsjónum og tjón, sem leiðir af því, er erfitt að vinna upp aftur. Mundu eftir því, að það eru svo margir, sem líða neyð i þessum heimi og við eigum að lijálpa ná- unga okkar eftir beztu getu. Fyrst og síðast ræð ég þér til að liafa í huga þessi gullvægu sann- indi: Ef Guð byggir ekki húsið, þá erfiða smiðirnir til ónýtis. Mundu eftir því að bvggja hús þitt á bjargi, þ. e. sannri trú á skaparann allra góðra hluta, þá mun þér vel vegna. Ég ætla nú ekki að bafa þessi orð fleiri og bið þig að taka viljann fvr- ir verkið. í guðs friði. Þinn einlægur vinur Haraldur Böðvarsson. GOETHE: „Ég skal heita því að vera sanngjarn, en ég get ekki lofað því að vera hleypidómalaus“.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.