Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 11
SAMTlÐIN
;
Hvert sinn, er nýr dagur rís og aftur þá er hverjum degi lý'kur, skulum
vér láta bænarorð vera oss á vörum, bæn um brautargengi þitt í bar-
áttu vorri.
Gef oss efnnig kraft til að innct af höndum dagleg skyldustörf, kraft
tiV að margfalda framlög vor í þarfir hversveita vorra.
Og lát hjörtu vor vera hraust, svo að vér fáum staðizt langvinna
þraut, þolað harmana, sem koma kunna og biásið hugrekki voru í
brjóst sonum vorum, hvar sem þeir fara.
Og, Drottinn vor, gef oss trú. Gef, að vér treystum þér, treystum
sonum vorum, treystum hver öðrum; treystum því, að barátta vor sé
heilög krossferð. Lát hugrekki anda vors aldrei dofna. Lát engin lítil-
væg stundaróhöpp draga úr oss kjark, er vér sækjum ákveðin og ósigr-
andi að því marki, sem vér höfum sett oss.
Með þinni hjálp munum vér vinna bug á hinu guðlausa lxerveldi
övinar vors. Iljálpa þú oss að vinna sigur á boðberum ágengni og kyn-
þáttadrambs. Leið þú oss, svo að vér fáum bjargað landi voru, leið þú
oss ásamt systurþjóðum vorum iil þess heimsbræðralags, er tryggja mun
þann frið, sem ráðabrugg vondra manna getur ekki grandað, frið, sem
leyfir öllum mönnum að lifa frjádsum og njóta réttláts endurgjalds
heiðarlegrar vinnu.
Verði þinn vilji, almáttugi Guð.
A m e n.
A 1 h s. Útgefandi tímaritsins, sem bæn þessi er lekin úr, telur efalaust, að
þessi bæn Roosevelts forseta muni, er fram liða stundir og um allan aldur, verða
Bandarikjaþjóðinni sígildur, andlegur fjársjóður, líkt og ameriska frelsisskráin (De-
elaration of Jndependence) og ræða Abrahams Lincolns forseta við vígslu hermanna-
grafreitsins í Gettysburg á dögum þrælastriðsins.
T 7; ÞÉR hafið verið seinþroska í
■*—' æsku, gæti það ef til vill verið
yður nokkur uppörvun, að liinn
heimsfrægi hugvitssnillingur, próf.
Albert Einstein, var geysilega sein-
þroska og ætlaði aldrei að geta lært
að tala!
Efnið gott og verðið vægt,
vel því öllum semur.
Það er mörgum höndum
hægt
að hirða það, sem kemur.
1. mannæta: „Hvaða kvenmann sá
ég þig með i gærkvöldi?
* 2. mannæta: „Það var ekki kven-
maður, heldur kvöldvárðurinn
minn.“
Leitið upplýsinga um
vátryggingar hjá:
Nordisk Brandforsikring A/S.
Aðalumboð á Islandi, Vesturgötu 7.
Reykjavík. Sími 3569. Pósthólf 1013.