Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN - Og þú? — Ég,'góði herra, ég hló líka; þó lirundu hnefas.tór tár niður kjammana á mér. — Haltij áfram sögunni. —• Síðan rétti hann mér höndina og sagði: — Þú ert eini gáfaði mað- urinn, sem komizt hefur í mínar liendur. Allir hinir hafa haft þann Ieiðinlega kæk að reyna að blíðka mig með gráti, kveinstöfum og öðru því, sem kemur mér í vont skap. Þú einn hefur komið mér til að ldæja, og ef ekki væru þessi tár .... — Blessaðir, það eru gleðitár. — Það líkar mér að lieyra. Fjand- inn liafi það, ef þetta er ekki í fyrsta sinn í sex ár eða meira, sem ég hef hlegið .... Að vísu hef ég ekki lield- ur grátið .... En ljúkum þessu af. — Þið þarna, piltar! Jafnskjólt og Parrón sagði þetta, umkringdu mig menn með byssurn- ar á lofti. — Guð varðveiti mig, fór ég að hrópa. — Bíðið við, sagði Parrón. Það var ekki þetta, strax. Ég ætlaði hara að spyrja ykkur, livað þið tókuð af þessum manni. — Berl>akaðan múlasna. — Og peninga? — Þrjá dali, sjö skildinga. — Jæja, lofið okkur að vera ein- um. Ræningjarnir hypjuðu sig burt. — Svona, nú skaltu spá fyrir mér, sagði Parrón og rétti mér höndina. Ég greip hana, hugsaði mig um andartak; ég fann, að kjarkur minn var óbilaður og sagði við hann i fullri einlægni: — Parrón, fyrr eða siðar, og það livort sem þú drepur mig eða vægir mér .... þá lætur þú lífið i snör- unni. — Það vissi ég nú fyrir löngu, svaraði hófinn ofboð rólegur. — En segðu mér, livenær. Nú vandaðist málið. Ég hugsaði sem svo: liann ætlar að slepi^a mér, á morgun kem ég til Granada og segi til lians, hinn dag- inn taka þeir liann fastan, og þá byrja réttarliöldin’ strax .... — Þú spyrð, hvenær? sagði ég upphátt. Nú jæja, sjáðu til, það verður í næsta mánuði. Parrón kipptist við, og það gerði ég líka, því að ég vissi, að spámann- leg lireinskilni mín gat kostað mig lífið. — Golt og vel, tatari, en heyrðu mér nú, anzaði Pararón seinlega. — Þú verður hér kyrr — Ef næsti mánuður líður svo, að ég verði ekki hengdur, þá hengi ég þig, svo sann- arlega sem það varð hlutskipti föð- ur míns sáluga. En ef ég lendi í snörunni fyrir þann tíma, ertu frjáls. — Hvílíkt göfuglyndi, hugsaði ég með mér..Hann ætlar að sleppa mér. eftir að hann er dauður! Og ég sá eftir að hafa ekki tiltek- ið lengri frest. Við þetta sat. Ég var leiddur inn í hellinn og lokaður inni. En Par- rón stökk á bak reiðskjóta sínum og þeysti burt .... —• Ójá, nú skil ég, sagði greifinn af Montijo. Parrón er dauður, þú hefur verið látinn laus, og því getur þú nú sagt til hans .... — Þvert á móti, hershöfðingi.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.