Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 29
SAMTlÐIN 25 enn girnilegt til fróðleiks eins og niargt frá liðinni tíð, enda þótt boð- skapurinn miðaðist að sjálfsögðu við þarfir kynslóðar, er bjó við önn- ur skilyrði en vér. Ilitt ársritið er nýtt af nálinni. Það er Árbók Gunnars Gunnarssonar, skálds og bónda á Skriðuklaustri. Það var mikill viðburður og fagnað- arefni, er Gunnar fluttist heim. Nú birtast skáldverk hans hvert af öðru í íslenzkum þýðingum á vegum Landnámu-forlagsins. Þau koma beim eins og virðulegir útlagar, varpa af sér hjúpi hins erlenda rit- niáls, íklæðast gervi móðurmáls vors og nema land í hugum bók- elskra íslendinga. En Gunnar Gunn- arsson er miklu víðfeðmari ritböf- undur en svo, að honum nægi skáld- sagnaformið eitt. Hann á sér fjölda áhugamála utan skáldsagnaheims- ins. Og nú hefur hann, góðu heilli, eignazt vetlvang, þar sem hann get- ur árlega birt það, sem honum ligg- ur á hjarta og bann á annað borð vill segja. Vér vonum, að árbækur hans verði margar og að þjóðin hafi vit á að taka þeim tveim hönd- um og Iesa þær. í þessari fyrstu ár- bók er einhver glæsilegasta bók- nienntaritgerð, sem skrifuð hefur verið hér: Jónas Hallgrímsson og hiildukonan, sindrandi af mann- viti, skáldlegu innsæi og ritsnilld. Við lestur hennar á aðfangadags- kvöld jóla — það kvöld, sem liugur vor er einna opnastur fyrir fegurð og jafnframt hleypidómalausastur - flaug oss tvennt í hug: 1) að i raun og veru ættu aldrei aðrir en stór- skáld að skrifá bókmenntasögu, 2) Vér önnumst alls konar Rafvcla- viögerðir og nýlagnir í verksmiðjur, hús og skip. VOLTl Rafvélaverkstæði Vesturgata 2. — Reykjavík. (inngangur frá Tryggvagötu). Sími 6458. j ó ö f r a* tj vör ii- m crh i: Tip Top-þvottaduft Mána-stangasápa Paloma — óviðjafnanleg handsápa

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.