Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 8
4 SAMTIÐIN Ég hef ekki reynt lietta lyf gegn æða- kölkun hjá mönnum né öðrum ellisjúk- dómum. En tilraunir okkar 'á dýrum þær, sem nú er getið, virðast sanna, að fullyrð- ingar Austur-Asíubúa uin lækningamátt kombucha gegn ellisjúkdómum fólks séu á öruggum rökum reistar. Mér virðist, að vísindalegar rannsóknir á þessu lyfi bendi eindregið til þess, að það muni geta reynzt mikilsvert gegn ýmsum öðrum krankleik en þeim, sem að framan er getið. Þær vonir getum við a. m. k. gert okkur, þar til nægilegar rannsókh- ir í þeim efnum hafa farið fram. Eins og sakir standa, sýnast möguleikar fyrir því, að hinir innbornu íbúar Austur-Síberíu og Mansjúríu hafi uppgötvað frábærle^ merkilegt lyf, er einn góðan veðurdag megi reynast mannkyninu nothæft til þess að lengja mannsævina að verulegum mun.“ Þannig fórust dr. Siegwart Hermann orð um þetta ellivarnarlyf Austur-Asíu- manna. Nú er að vita, hvað framtíðin leiðir í ljós um notagildi þess fyrir siðmenning- arþjóðirnar í Ameríku og Evrópu. REVNie AÐ SVARA e{tirfarandi spurningum, en svörin eru á bls. 28. 1. Hver kvað svo: Öllum liafis verri er hjartans is, er heltekur skyldunnar þor.(?) 2. Hvað þýðir: kalkur? 3. Hver var Olaus Magnus? 4. Hver átti höllina Bilskirni? 5. Ilvar er horgin Baena? BJARTMAR STEINN: Meðan aðrir fleygir fara finna sinna óska lönd, einn hann situr, og í draumi eygir morgunroðans strönd. Dagsins annir oftast kefja óskir hans og flugsins þrá. Stýfðum vængjum stundarfriðinn stuttur draumur veita má. Atti hann ei æskuþróttinn æðri kannske mörgum þeim, er heilum vængjum lloftsins leiðir líða um hans draumaheim? Hver^ er sökin? Hverjir valda? Hví er heftur vængur þinn? Til hvers spyr ég? Er það ekki alveg sama, vinur minn? Þó ég sjái’ í bliki bregða bjarma af þinni duldu þrá, þó að stundum þögn þín segi það, sem orð ei túlkað fá. Til hvers er það? Sumir sitja í sárum, þó að flugsins gjöf gefin þeim í vöggu væri og vald að kljúfa loftsins höf. Einn þú situr enn og starir. Aldrei rætist draumur þinn. Að skýjabaki sólin sígur. Sindrar vesturhiminninn. dddiqurqeir Sic L^ur^etr ^Jt^ur^onáion hœstaréttarmálaflutningsmaður. Aðalstræti 8 — Sími 1043 Skrifstofutími 10-12 og 1-6 Viðskiþtin hagkvæmust við ^djetaaer^ d3jörni Ídeneclilj:, Reykjavík. ,ionar

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.