Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 20
16 SAMTlÐIN fornum einkennum óbreyttum — eftir þvi, sem ályktað verður af of- angreindum, gögnum. Hinar frumstæðu þjóðir . eiga liins vegar hvorki nótnaletur. né rit um eðli sönglistar sinnar. Aðalheim- ildir eru þar hin „lifandi músík“ þeirra ogfjöldi liljóðfæra, sem rann- sökuð hafa verið af fræðimönnum nútímans. Orðið „lifandi“ her að skilja bæði í eiginlegri og óeigin- legri merkingu, — er hér átt við hljómrit, sem tekin hafa verið í heimahögum hlutaðeigandi þjóða: í Asíu, Afríku, Ástralíu, Ameriku og Suðaustur-Evrópu. Gildi þeirra sem óbyggilegra heimilda hefur þó, þvi miður, minnkað gífurlega á síð- ustu áratugum, þar sem tækni nú- tímans tókst að rjúfa þá einangr- un, sem sumar frumþjóðir lifðu i og þurrka út mörg sérkenni þeirra án þess að gefa þeim alltaf ný verð- mæti í staðinn. Hljóðriti Edisons er reyndar eitt hinna nýju verðmæta, sem tæknin liefur skapað, og vill liér, sem oftar, svo broslega til, að tæknin leggur oss i hendur vopn til að verjast þeirri evðileggingu, er hún sjálf hefur komið af stað. Könnun og samanburður á hin- um fyrrnefndu gögnum hafa sann- að, að „áttundir“, „fimmundir" og hljómhvörf þeirra, „ferundir“, eiga sterk ítök i söngiðkun fornmanna. Birtast þær annaðhvort samtímis (i fjölrödduðum söng) eða á milli hinna einstöku tóna laglinunnar (í ein- og f jölrödduðum söng) og móta þannig eins konar „hljómgrind“, sem staðfestir veldi ákveðins tón- kjarria og verður frækorn þess, er við köllum „tónstiga“ á nútímamáli Frumstig sliks tónstiga má liugsa sér fólgið í því, að liljómgrind þessi þéttist með því að bæta við sig tengi- tónum, senij mynda með sér ný fer- undar- og fimmundarsambönd, um leið og efniviður lagsins vex að fjölbreytni og tjáningarmagni. Tilraunir til þess að skapa liljóð- færi og leika á þau munu varla geta talizt yngri en iðkun, söngsins. Auk ýmissa slaghljóðfæra mætti liér nefna strengjahljóðfærið í sinni frumstæðustu mvnd: lónbogann (sbr. veiðibogann) og blásturshljóð- færi úr beinum fugla, hornum anti- lópna, tönnum mammútdýrsins, bambusreyr o. s. frv. Á blásturs- hljóðfæri má, eins og kunnugt ér, ná hinum svonefndu yfirtónum frumtónsins með því að auka þrýst- ing varanna og afl loftstraumsins. Yfirtónar þessir koma fram í ákveð- inni skipan, og ber í lienni einkum á hinum fyrrgreindu tónbilum: „átt- undinni“ og „fimmundinni“. Eng- inn vafi leikur á því, að uppgötvun þessa fyrirbrigðis hafi orðið til þess að auka völd hljómgrindar þeirrar, sem skýrt var frá að ofan. Um hlutverk söngsins og hljóð- færaleiksins í tilveru þjóðanna mætti, ef til vill, nota þessi eir- kennisorð: Hjá okkur Norðurálfu- búum, sem teljumst til „menningar- bjóða seinni tima“, er söngur og hlióðfæraleikur sjálft takmcirkið, takmark sem list, sem er aðeins siálfri sér háð. Hjá frumþjóðunum er hann tæki — tæki til þess að ná ákveðnn marki, eins og t. d. að lækna sjúka, verjast óvinum. bliðka

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.