Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 26

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 26
22 SAMTÍjÐIN manna, hvar sem hún fer. Veldur þvi svipmót liennar og virðuleg fram- koma. Hún er þrekvaxin og hægfara, en fas liennar er tiginmannlegt. And litsdrættir liennar hera vott um beizka lífsreynslu og jafnvel sárs- auka. Lifi sínu hefur hún ávallt fórnað öðrum, og í kvæSum sínum iiefur hún úthellt hjartahlóði sínu. Við lestur þeirra opinberast mönn- uin harmleikur mannlegs lífs. Talið er, að ljóð hennar beri minjar áhrifa frá lunu mikla spænsk-ameriska skáldi Rubén Dario, er orkað iiefur á hugi velflestra amerískra skálda hinnar yngri kynslóðar. Þó eru kvæði Gabríelu Mistral ekki með jafnmikl- um glæsilirag og tízkusniði, sem ljóð þessa meistara. Kvæði hennar eru út- flúrslaus, orðavalið látlaust, en kröft- ugt og tildurslaust Þar er ósvikinn, sterkur tónn, er ratar beina leið að hjarta lesandans. Ilún yrkir um ást- ina og þá skefjalausu örvinglun, sem hún fær valdið, og í kvæðum liennar hrópar hin frumstæða þrá konunnar eftir því að verða móðir. Myndir þær, sem þar er brugðið upp, eru einatt mjög raunhæfar. Skáldkonan talar máli heilagrar ritningar og þjóðkvæðanna. „Nocturno“ hennar hefst á þessa leið: „Faðir vor, þú sem ert á himnum. Hvi hefur þú gleymt mér? Þú mund- ir ávöxtinn í febrúar, þegar kjöt hans var rautt eins og roðasteinn. Síðu minni blæðir einnig. og þú skeytir því engu.“ í Ijóðinu „Poema del Hijo“ yrkir hún þannig í þýðingu sænska skálds- ins Hjalmar Gulll>ergs: líristinn Guðnason Klapparstíg 27 Sími 2314 Reykjavík Sel og útvega alls konar vara- hluti til bifreiSa, einnig verk- færi alls konar. Eg útvega hmar velþekktu St. Paul Vökvasturtur. % Munið, að margra ára reynsla er trygging fyrir hagkvæmum viðskiptum. Tjarnarcafé Skemmtilegustu og vinsælustu veizlusalir bæjarins. Þar skemmtið þið ykkur bezt. Margvíslegir úrvalsréttir á borðum dagleg-a. &fi(( i^enediltáion Símar 3552 og 5122.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.