Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 35
SAMTtÐIN 31 ÞEIR VITRU — .........SÖGÐU: SIG. GUÐMUNDSSON: „Það sýn- ist gilda einu, hver aðstaða sumum veitist. Eigingirni þeirra virðist ó- læknandi. Þeir hugsa aldrei um ann- að en sjálfa sig og eigin-hægindi, brjóta öll drengskaparboð, ef brotið aðeins hrindir þeim ekki í fang hegningarlaganna. — Sumum þeirra hlotnast þó furðu-mikill mannsómi. Aðrir eru eintóm góðvild og samúð, sí-hjálpandi, hversu kalt og biturt, sem á móti blæs. En sú fylking er, l>ví miður, of fámenn á vorri jörð“. EINAR ÓL. SVEINSSON: „Það er eitt megingildi mikillar listar, svo sem mikilla leikrita eða sagna, að gefa færi á að skyggnast inn í leynd- ardóma mannlegs lífs. Við stöndum hægilega langt frá til að vera óháðir Því, sem sagt er frá, eins og læknir- mn, en líka nægilega nærri til að sjá allt og heyra og á vissan hátt lifa og reyna það.“ SIR ROGER L’ESTRANGE: „Við erum skyldug til að breyta eftir því, sem við kennum öðrum“. THOMAS A. KEMPIS: „Sannleik- urinn er sá, að háleit orð gera mann- inn hvorki heilagan né réttlátan, en dyggðugt líferni gerir hann guði hjartfólginn.“ Chesterfield lávarður: „Hleypi- dcmar okkar eru ástvinir okkar. Sanngirnin er í mesta lagi kona okk- ar. Við heyrum mjög oft til hennar, en tökum mjög sjaldan tillit til þess, sem hún segir.“ NYJAR BÆKUR Uppstigning-, sjónleikur eftir prófessor Sigurö Nordal. Leikfélag Reykjavíkur sýndi Uppstigningu i fyrsta sinn í nóv- ember, án þess aö nafns höfundar væri getið, og vakti ieikritið mjög mikla at- hygli. Nú liefur prófessor Nordal gefið leikritið út i bólcarformi, og geta nú hinir mörgu, er langað hefir til að lesa það, pantað bókina. Verð kr. 28.00. Ritsafn Þingeyinga, I. bindi: Saga Þing- eyinga til loka þjóðveldisaldar, eftir Björn Sigfússon. 128 bls. Ritið á að koma út í þremur bindum. Annað bindi verður um næstu fimm aldir á eftir þjóðveldisöldinni eða til loka 18. aldar. Þriðja bindi á að fjalla um 19. og 20. öld og tengsl þeirra við liðna tírna. Verð fyrsta bindis . er kr. 20*00. íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur, VI., safnað hefur Guðni Jónsson. Heftinu fylgir nafnaskrá við IV.—VI. liefti. 182 bls. Verð kr. 12.50. íslenzkar þjóðsögur og sagnir, VI. og VII. hefti, safnað hefur og skráð Sigfús Sig- fússon. VI. hefti 122 bls. Verð kr. 14.00. VII. hefti 84 bls. Verð kr. 12.00. Hulda: I ættlandi mínu, sögur af íslenzku fólki. 20 smásögur eftir Unni Benedikts- dóttur Bjarklind. 228 bls. Verð ób. kr. 23.00, innb. kr. 28.00, skinnband kr. 40.00. Snót, nokkur kvæði eftir ýmis skáld, fjórða útgáfa. Einar Tliorlacius bjó til prentunar. I—II. Verð í rexinbandi kr. 50.00. Skinnband kr. 70.00. Iírækiber, nokkrar lausavísur, brot og stúfar, eftir Sigurjón Jónsson. 128 bls. kr. 10.00. Útvegum allar fáanlegar íslenzkar bæk- ur. Fjölbreytt úrval erlendra bóka. Send- um gegn póstkröfu um land allt. ocf mennincjar Laugavegi 19, Reykjavík. Sími 5055. Pósthólf 392.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.