Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 15
SAMTlÐIN 11 — Iivað annað! Auðvitað hugsar yðar hágöfgi, að þessi tatari sé eins og allir liinir, reyni hara að slá ryki í augun á yður. En guð refsi mér, ef ég lýg. Ég sá liann Parrón í gær! — Veiztu annars, livað þú ert að hendla þér við þýðingarmikið mál? Veiztu, að við höfum verið að eltast við þetta skrýmsli í mannsmynd í þrjú ár, þennan hlóðþyrsta stiga- niann, sem enginn þekkir og eng- inn hefur nokkru sinni séð? Veiztu, að hann rænir ferðamenn daglega hér í fjöllunum og myrðir þá siðan, því orðtak hans er, að dauðir menn tali ekki og þetta sé hið eina, sem hindri, að réttvísin hafi hendur í liári hans? Veiztu loks, að það að sjá Parrón er sama og eiga ekkert framundan nema dauðann? Aftur hló tatarinn og sagði: -—• En veit yðar hágöfgi ekki, að það, sem tatari getur ekki, getur enginn í veröldinn. Veit nokkur. hvað við meinum með hlátri okkar, cða gráti? Veit yðar liágöfgi um nokkurn ref, sem kann jafnmargar listir og við? Ég endurtek, herra minn, að ég hef ekki aðeins séð Par rón, lieldur líka talað við hann. — Hvar? — Á leiðinni til Tozar. — Komdu með sannanir. ■— Hlustið nú á, yðar tign. I gær- niorgun var vika síðan ég og asna- tetrið mitt lentum i höndunum á ræningjunum. Þeir hundu hendur minar rækilega og fóru með mig um giljaskorninga og torfærur, unz við komum að opnu svæði, þar sem hófarnir liöfðu bækistöð sina. Hræðilegur grunur liélt vöku fyrir mér. Skyldu þetla vera menn Par- róns? Þá var ekki nema ein leið út úr ógöngunum . .. . til aftökustað- arins .... fyrst þessi þorpari hefur tekið það i sig, að engin mannleg augu, sem sjá framan í liann, skuli annað sjá framar .... Þessu var ég að velta fyrir mér, þegar maður nokkur, skrautbúinn og prúðmann- legur, gekk til mín, klappaði mér á öxlina,, brosli vingjarnlega og sagði: — Kunningi, ég er Parrón! Ég hafði ekki fyrr heyrt þessi orð en ég rauk ,um koll, eins og lostinn reiðarslagi. Bófinn fór að lilæja. Ég reis skjálfandi á fætur, féll á kné og kveinaði með öllum þeim raddbreytingum, sem ég átti völ á: — Veri sál þín í eilífri náðinni, mikli maður! Hver ætti svo sem ekki að þekkja þig af þessari framkomu, sem guð hefur gætt þig, eins og þú værir konungssonur? Að til skuli þó vera mæður, sem fæða aðra eins syni! Drottinn minn! Leyfðu mér að faðma þig, sonur. Megi liann hundur heita, þessi tatararæfill, sem hjá þér stendur, ef hann hefur ekki alltaf langað til að liitta þig og spá fyrir þér og kvssa á þessa keisara- legu hönd þína .... Ég hefði alltaf viljað allt fyrir þig gera .... Viltu, að ég kenni þér að fá lifandi asna í skiptum fvrir dauða? Viltu, að ég kenni múlasna að tala frönsku? . .. Greifinn af Montijo gat ekki var- izt hlátri. — Og hverju svaraði Parrón? Hvað gerði hann svo? — Sama og yðar náð; liann skelli- hló.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.