Samtíðin - 01.05.1948, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.05.1948, Blaðsíða 7
SAMTÍÐIN Maí 1948_____Nr.J42___15. árg., 4. hefti SAMTÍÐIN kemur mánaðarlega, nema i janúar og ágúst. ÁrgjaldiS er 20 kr. og greið- ist lynriram. Asknlt getur nyrjað hvenær sem er. Ursogn er hundin við aramót. Hitstjori og útgeíandi: bigurður bkúlason magister, sirni 2a20, póstholí 75. Áskrutar- gjölUum veitt motlaka i verzluninm iiækur & nttong hf., Austui'str. 1, Bókabuð Aust- urbæjar, Laugaveg 34, og á Bræðraborgarstig 20. Urentuð i b'elagsprentsmiójunni. □ FFITA ER ALGENG DAUÐADRSÖK AÐ ER að vonum mikið talað um hungur í veröldinni um þessar mund- ir. Á hitt er síður minnzt, hve mjög heilsufar fólks hefur batnað í þeim lönd- um, þar sem menn hafa orðið að neita sér um óhóf í mat og drykk. Virðist slíkt koma ýmsum mönnum á óvart, því að stundum birta blöðin fregnir um, að þrátt fyrir minnkaðan matarskammt, m. a. skort á kjöti o. s. frv., hafi heilsufar fólks aldr- ei verið betra en nú! Það mun mála sann- ast, að þrátt fyrir allt of tíðan hungur- dauða hér í heimi sé ofát og offita þó enn tíðari dánarorsök en skorturinn. Ekki alls fyrir löngu birtist í danska blaðinu Politiken viðtal um offitu við dr. Tage Christiansen yfirlækni. Leyfum vér oss að endursegja hér nokkur af ummælum læknisins, sem ætla mætti, að ættu brýn- ast erindi til vor íslendinga: Pjöldi fólks er allt of feitur. Þetta staf- ar suinpart af rangri efnaskiptingu í lík- amanum, en langoftast er slíkt sjálfskap- arvíti og stafar blátt áfram af því, að fólk étur of mikið. Sætindaát og sífelldir bitar og sopar milli reglulegra máltíða valda smám saman offitu. Þá er mjög fitandi að borða á kvöldin. Enda þótt menn neyti ekki daglega nema örfárra gramma um- fram nauðsyn, verða afleiðingarnar, þegar fram líða stundir, allt of mörg kíló af of- fitu, sem hlaðast á líkamann. Það er ekki rétt, að fólk fitni af því einu að drekka glas af köldu vatni, eins og oft er við- kvæðið. Fita stafar af því, að menn neyta fleiri liitaeininga en líkaminn þarfnast. Kvenfólk verður offitunni oftar að bráð en karlmenn. Því er hættast við henni, þegar það er að komast af gelgjuskeiði, svo og um fimmtugt. Karlmenn taka oft mjög að fitna á sextugsaldri. Hins vegar er ráðlegt að hafa gát á holdafari sínu, úr því að menn eru komnir yfir þrítugt. Sé það gert, er hægt að verjast offitu. Til þess þarf ekki sérlega mikið viljaþrek. Hins vegar er miklu örðugra að hora sig, er menn hafa safnað mikilli ístru. Og skyndimegrun gerir fólk miklu óásjálegra en sífelld hófsemi, er varnar offitu. Ró- lyndum mönnum er hættast við að fitna úr hófi fram, enda gefa þeir manna sízt gaum að holdafari sínu. Caesar hefur vafa- laust haft rétt fyrir sér, er hann sagðist helzt vilja hafa í kringum sig feita menn, -því að þeir væru góðlyndir og skemmti- legir. Vingjarnlegt fólk verður oft hold- ugt. Það borðar, þegar það langar í mat, og hirðir ekki um að hreyfa sig að nauð- synjalausu. Enginn skyldi þó ætla, að all- ir feitir menn séu ánægðir og góðlyndir. Plestir þeirra eiga eftir að komast að raun um, að fitan er þeim háskaleg plága. Ef fólk horar sig, stafar slíkt oftast nær fremur af fegrunarviðleitni en heilbrigði- ástæðum. Langfæstir hugsa um það, að of- fita styttir einatt ævina og veldur oft dauðsföllum, ef menn verða fyrir veik- indum. Skýrslur líftryggingarfélaga sýna og sanna, að á vissu aldursskeiði eru feit- ir menn í um það bil helmingi meiri dauðahættu en grannir og að til er aðeins einn sjúkdómur, er ekki vinnur á fleiri feitum mönnum en mögrum sjúklingum, en það eru berklar. Sé um hjartasjúkdóm eða of háan blóðþrýsting að ræða, eru feitir menn í miklu meiri lífshættu en

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.