Samtíðin - 01.05.1948, Síða 11

Samtíðin - 01.05.1948, Síða 11
SAMTÍÐIN 7 THDMAS A. BUCKb.e.m.: ísland séð með augum Englendings (Erindi þetta var flutt á kvöldvöku í Félagi islenzkra stúdenta í Ivaupmannahöfn 8. júni 1945. Það birtist hér með leyfi höfundar, örlítið stytt og fært fyrirlestrar. — Ritstj.). T’homas A. Buck ÍIG MAN vel eftir því, þegar Eng- “ lendingar komu til Islands í maí- mánuði 1940. Hermaður stendur á verði við hafnargarðinn í Reykjavík. Þá kemur gamall maður til hans og segir ósköp kurteislega: „Jæja, vin- ur, það var nú gott fyrir okkur, að þið komuð hingað til landsins. En segðu mér bara eitt: Hvenær ætlið þið að fara héðan?“ Um þær mundir var þessi sama spurning efst í huga Islendinga og ekki síður Englendinga, og fáuírí mun þá hafa komið til hugar, að stríðið mundi standa í fimm löng ár. Sambýli hermannanna og lslend- inga hefur auðvitað haft misjafnar afleiðingar, en samt býst ég nú við, að báðir aðilar hafi lært ýmislegt uokkuð nær búningi greinar en gotl af því. Sérhver gestur, sem kem- ur til Islands, veitir því brátt at- hygli, hversu menntuð og þroskuð íslenzka smáþjóðin er, enda þótt hún hafi löngum verið næsta af- skekkt langt norður í höfum og hafi þvi sjálfsagt haft lakai'i skilyrði til þess að afla sér menntunar en ýms- ar stórþjóðirnar. Hann finnur það brátt, hve frelsis- og sjálfstæðisþrá Islendinga er sterk og honum dylst ekki, að á Islandi ber miklu minna á stéttamismun en í flestum öðrum löndum í Evrópu. Ég skal til dæmis nefna mann, sem ég kynntist í Vestmannaeyjum. Fyrir stríð var þetta bláfátækur sjó- maður, sem aldrei hafði notið ann- arrar kennslu en venjulegrar barna- fræðslu. Samt sem áður átti hann ágætt bókasafn, var fjölmenntaður í bezta lagi og talaði auk móðurmáls síns bæði þýzku og ensku. Kvöld eitt kom annar maður, sem ég þekkti, að heilsa upp á þennan sjómann. Sá var forstjóri fyrirtækis nokkurs og einn af efnuðustu mönnum í Eyj- um. Hann kom inn í fátæklega her- bergið, þar sem við sátum, tók í höndina á sjómanninum og sagði: „Jæja, fi’ændi, hvernig hefurðu það?“ — Eins og memi vita, þekkist slíkt viðmót ríks og fátæks fólks varla úti

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.