Samtíðin - 01.05.1948, Side 34
30
SAMTÍÐIN
RITSAFN GUÐRÚNAR LÁRUSDÓTTUR
Efnisskipting:
1. hindi: A heimleið (skáldsaga), Brúðargjöfin (skáldsaga), Afi og
anima (söguþættir), Fátækt (skáldsaga).
2. bindi: Bræðurnir (skáldsaga), Gamla húsið (skáldsaga).
3. bindi: Þess bera menn sár (skáldsaga), Ymsar smásögur.
4. bindi: Systurnar (skáldsaga), Hvar er bróðir þinn? (erindi),
Ymsar smásögur og erindi.
Frú Guðrún Lárusdóttir var sem kunnugt er ein af mikilvirkustu og
vinsælustu kvenrithöfundum vorum. En margt af því, sem hún hefur
ritað, er á víð og dreif í blöðum og tímaritum, og i'lest ófáanlegt með
ölln. Er ekki vanzalaust, að slíku verðmæti skuli ekki baldið til haga í
verðugri útgáfu.
Sonur frúarinnar, Lárus Sigurbjörnsson, sér um útgáfuna og maður
hennar, séra Sigurbjörn Á. Gíslason, mun rita inngang með æviágripi
hennar.
Ritsafnið mun verða 4 stór bindi (álíka stór og Sölvi I.) og var
ætlunin, að þau kæmu öll út á þessu ári, en í ágúst n.k. eru 10 ár liðin
frá hinu sviplega fráfalli frú Guðrúnar, er hún drukknaði ásamt tveim
dætrum sínum í Tungufljóti.
Enn er hægt að gerast áskrifandi að ritsafninu og fá það með hinu
ótrúlega lágu áskriftarverði:
Kr. 100.00 óbundið
— 140.00 d shirtingsbandi
— 200.00 í skinnbandi
1 bókaverzlunum verður verðið um fjórðungi hærra.
Þetta ágæta ritsafn þarf að vera til á hverju
góðu heimili.
Gerizt áskrifendur strax!
Bókayerðin LILJA
Pósthólf 641, Reykjavík.