Samtíðin - 01.05.1948, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.05.1948, Blaðsíða 13
SAMTÍÐINÍ lenzkum stúdentum allmiklum örð- ugleikum i upphafi styrjaldarinnar, að hvorki var unnt að stunda nám við erlenda háskóla né að útvega út- lenda prófessora til Islands. Því mið- ur áttu íslenzkir stúdentar þess þá engan kost að stunda nám við enska háskóla, og bar margt til þess. Pró- fessorar voru þar fáir, og auk þess var t. d. næsta liættulegt að dvelj- ast i London. Englendingar sjálfir áttu þá aðeins kost á eins árs há- skólanámi. Þess vegna gripu margir islenzkir stúdcntar því fegins hendi, er þeim veittist tækifæri til að hefja nám við ameríslca háskóla, og lief ég frétt af allmörgum kunningjum mínum, sem fóru til háslcólanams til Bandaríkjanna. Sumir ykkar kunna að spyrja, hvort ekki muni reynast hætta á því, að þessir sömu stúdent- ar ílendist nú í Ameríku fyrir fullt og allt að loknu námi. Ekki býst ég við því. Bæði er nú það, „að römm er sú taug, sem rekka dregur föður- túna til“, og svo dylst engum, að heima á Fróni er frámtíð urigra dug- mikilla menntamanna hjört og glæsi- leg. Islenzka þjóðin er orðin tiltölu- lega vel efnuð og getur lioðið há- menntaæsku sinni girnilegar stöður. Um íslenzka stúdenta í London veit ég því miður næsta lítið, þó að ég eigi að heita meðlimur í félags- skap þcirra og greiði honum árgjald mitt. Satt að segja hefur mér aldrei vcitzt tækifæri til að koma á fund í íslenzka stúdentafélaginu þar í bæ, en fundir í því eru venjulega haldn- ir tvisvar í mánuði, og munu þeir vera með líku fyrirkomulagi og fund- irnir ykkar hér í Höfn. 0 þEGAR ÉG var heðinn að tala hér í kvöld, var stungið upp á því, að ég nefndi þetta erindi: „Island séð með augum Englendings“. Það fannst mér vel til fundið, og hef ég nú reynt að lýsa nokkuð viðhorfi mínu frá því sjónarmiði, að þvi er viðvíkur hi’eytingum þeim, er orðið hafa á Islandi á sti’íðsárunum. Þessu til viðhótar langar mig til að segja nokkur orð uixi land og þjóð eins og livort tveggja kom mér fyrir sjónir. Islenzka sveitin liafði alveg sérstök óhrif á mig. Mér fundust fjöllin og dalirnir mjög nátengd. fólkinu og andinn af „bláfjallageim og hájöklahring“ alls staðar næsta áþreifanlegur. Margar af kærustu endui'ininningum mínum frá Islandi eru tengdar sveitafólkinu. Ávallt var hressandi að fara úr Reykjavík upp i sveit, þegar maður var orðinn þreyttur á hæjarlífinu. Þá var eins og maður hyrjaði nýtt líf. Á sumr- in fór ég stundum í lxeyskap, og var þá oft unnið næsta ósleitilega allt til miðnættis. En þótt menn yrðu verklúnir, varð andinn aldi’ei þreytt- ur. Að loknu dagsvei’ki spiluðum við oft á harmóniku. Og þö að ég sé nú fremur lítið hrifinn af því liljóðfæri xrndir venjulegum lcringumstæðum, fannst mér það þó vera það bezta, sem völ væri á í öllum hehninum. Ég dvaldist um tveggja ára skeið í Vestmannaeyjum, og þó.tti mér þar afar gott að vera. Enda þótt tilvei’- an þar væri ckki ýkja fjölbreytt, var alltaf jafn gaman að hlusta á sögur gamla fólksins, sem þckkti hvern stein í Eyjunum og hverja fleytu á höfninni. Það var eins og það lifði

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.