Samtíðin - 01.05.1948, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.05.1948, Blaðsíða 20
16 SAMTÉÐIN þekkingarinnar, en liann verðnr að varast að taka hverja meiningu sem góða vöru og gilda, hvert hún kem- ur frá æðri cða lægri, meðan hann héfír ekki aðrar ástæður fyrir henni en nafn þess, sem sagði, eða vilja hans. Ekki ríður minna á, einkum þegar maður er geðmikill og þykk- inn, eins og vér erum í rauninni, Islendingar, að setja sér að reiðast ekki mótmælum og allra sízt að færa þau til illvilja og úlfbúðar, nema til þess sé Ijósar ástæður, en sé þær, þá mun illmennskan skjótt hregðast þeim, sem henni beitir, án þess menn gjöri sig reiða á móti, því sjaldan veldur einn, þegar tveir deila. Að fulltrúinn þurfi að hafa óspjallað mannorð og fullkomið traust kosn- ingarmanna er svo sjálfsagt, að þar um þarf ekki að orðlengja. Hótelstýra: „Það ev bannað, að kuenfólk heimsæki cjesti mína á kuöldin Gesturinn: „En karlmenn Hótelstýran: „Nei þvi hef érj ekkert á móti." Gesturinn: „Afbragð, þá tek ég herbergið bara í nafni kærustunn- ar minnar." „Þessa bila seljum við í tglftavís „Jæja, og hvað kostar þá tylftin?“ HLÍNAR-prjónavörurnar eru fremstar og beztar. Prjónastofan HLlN. Skólavörðustíg 18. — Sími 2779. Bréfadálkurinn yiGFÚS GUÐMUNDSSON, fræði- maður frá Engey, skrifar oss eft- irfarandi. 1 i. hefti Samtíðarinnar Í9ð7 hefur ritstjórinn, Sig. Skúlason, hreyft við einu mesta menningarmál þjóð- ar vorrár og hvatt lil skynsamlegra framkvæmda. Hann vill, að stjórn kénnslumála gangist fyrir útgáfu alþýðlegrar lesbókar með stuttum sýnishornum af úrvals tesmáli i óbundnu máli og afbragðs tjóðum. Jafnframt vill hann, að tekin sé uj>j) í skólum landsins móðurmáls- kennsla með lífrænni aðferðum cn nú tíðkast, frábrugðin dauðþreyt- andi málfræði- og stafsetningar- stagti, án þess að gengið sé þó á hlnt málfræði og stafsetningar. Þái vill Sigurður, að tekin séu upp i fyrrnefna bók dæmi um gallað mál og ambögulegar setningar. Eg fæ ekki betur séð en að hér sé um stórathyglisverða tillögu að ræða, þótt ekki hafi henni enn ver- ið gaumur gefinn af kennslumála- stjórninni. Þegar á barnsaldri og fystu námsárum munu vel flest ung- menni vera fær um að skilja mis- mun rétts og rangs framburðar, ef rélt er á Iialdið. Einnig er hægt að kenna þeim að meta meira skýran en óskýran og þvoglulégan fram- burð. Líka má kenna börnum og unglingnm að gera greinarmun á is- lenzkum orðum og mállýtum af út- lendum toga spunnum, er sækja á mát vort. Margt þessu líkt, tel ég, að börn geti lært, löngu áður en þau botna verulega í málfræði, ef þeim

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.