Samtíðin - 01.05.1948, Síða 8

Samtíðin - 01.05.1948, Síða 8
4 SAMTÍÐIN grannir. Fitan gerir hjartanu allt of örð- ugt fyrir og eykur starf þess að miklum mun. Það verður því óeðlilega þreytt, en slíkt hefur það í för með sér, að læknar hika einatt við að skera feitt fólk upp, enda þótt þörf krefji. Þeir, sem safnað hafa spiki, eiga oft býsna örðugt með að losna við það aftur. Ekki vantar, að þeir kannist við óþægind- in af völdum þess: mæði, hjartslátt, flat- ar iljar, æðahnúta o. s. frv. En takist lækn- inum ekki að ráða bót á þessu í skjó.tri svipan, gerast þeir óþolinmóðir og gefast of.t og einatt upp við að megra sig. Þeir treysta því þá, að hægt sé að megra sig með því að éta pillur. En hér þarf meira við: algera breyting á mataræði og aukna hreyfingu. Nægur viljastyrkur fleytir mönnum yfir byrjunarerfiðleikana. Og þegar mánuður er liðinn, frá því er menn hófu lífsvenjubreytinguna, eru þeir orðnir „nýir og betri menn“. Þeim þykir „nýja“ fæðan orðið ljúffengari en sú, sem þeir neyttu áður, og eru orðnir afvanir því að éta yfir sig. Þeir þola líkamsæfingarnar prýðilega, og ekkert ber á taugaveiklun, sem þeir héldu, að mundi verða afleiðing þeirra. Langflesta þá menn, er þurfa að megra sig, skortir viljafestu til þess að leggja á sig þá lífsvenjubreyting, er megrunin hef- ur í för með sér. Og svo finnst sumum fallegt að vera feitur. Margir eiginmenn banna konum sínum að megra sig. Þeir kunna bezt við þær „í makt og miklu veldi“ fitunnar. Mörgum eiginkonum fell- ur það einnig miður, ef þær verða að hætta að kræsa matinn ofan i menn sína. Þær hafa notið þess að sjá afleiðingar matgerð- arlistar sinnar í auknum holdum á líkama manna sinna. En sannleikurinn er sá, að hjá mörgu fólki stafar fita af því, að fólki leiðist. Menn éta þá máltíð sér til afþrey- ingar. Vafalaust mundi það draga úr of- fitu fólks, ef sá siður legðist niður að skemmta sér yfir sameiginlegu borðhaldi. Eitthvað á þessa leið var inntakið úr ræðu hins danska yfirlæknis. Það mætti vafalaust verða oss íslendingum um- hugsunarefni, enda þótt offita sé hér ekki annað eins þjóðarböl og í Danmörku. En í fyrrnefndri blaðagrein er fullyrt, að Danir eigi heimsmetið í þeim efnum. Vitið þér þetta? Svöiin finnið þér á bls. 29. 1. Hvar í líkama mannsins eru: Miltið, gollurshúsið, geislungarn- ir, hásinin og valan? 2. Hvað ér kaldavermsl? 3. Hvaða spendýr getur ekki gefið Jieitt hljóð frá sér? 4. Á Winston Churchill fyrrum for- sætisráðherra Breta npkkurn l'rægan alnafna? 5. Hvaða ár náði tala bifreiða í Bandaríkjunum einni milljón? CJKURÐLÆKNIR á sjúkrahúsi var ** staddur í miðjum uppskurði á kvenmanni, þegar eldur hrauzt út í stórhv'si andspænis spítalanum. Hús- ið varð brátt alelda, og logarnir lýstu upp allt umhverfið. Læknirinn lauk við uppskurðinn, eins og ekkert hefði í skorizt, en að þýí búnu snéri hann sér að hjúkrunarkonunni og sagði: „Viljið þér ekki draga vandlega fyrir gluggana, svo að sjúklingurinn haldi nú ekki, að hann sá dauðui', þegar liann vaknar“. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarmálaflutningsmaður. Aðalstræti 8. - Sími 1043. Skrifstofutími 10—12 og 1—6.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.