Samtíðin - 01.05.1948, Blaðsíða 16
12
.SAMfÍÐlN
síðasti liður Perry-ættarinnar var
slunginn í viðskiptum. Yfirmenn
skipsins og læknir vildu ekki taka
við peningagjöfum, en þeir áttu börn,
ög þcir gátu ekki aftrað henni frá
að mynda sjóð, sem átti að sjá um
menntun tveggja sona, sem skipstjór-
inn átti, tveggja ára telpu, sem And-
erson læknir átti, og dætra fyrsta
og annars stýrimanns.
„Sendið mér linu, ef yður langar
til-að fá stöðu við sjúkrahús“, sagði
hún við Morris hjúkrunarkonu um
kvöldið. „Ég er í stjórn þriggja
sjúkrahúsa“.
„Mér er kunnugt um það“, svar-
aði hún, „en ég er ekki að hugsa
um að breyta til. Mér fellur vel að
ferðast með flugvélum“.
„Það gerir mér líka“, samsinnti
Maxine. „Ég á sjálfsagt oft eftir að
ferðast með yður í flugvél“. Þær tók-
ust innilega í hendur.
Maxine fann, að hún var orðin
þreytt og fór í rúmið. Það var dá-
lítið einkennilegt að finna til þreytu
aftiir eftir hina áhyggjulausu vellíð-
an á eyjunni. Skrítið var líka að
þúrfa að taka tillit til daglegra þarfa,
meðan hugurinn dvaldist hjá Billie
og hörnunum á heiðinni.
Hún hlakkaði ósegjanlega til að
hitta Hilary Marshall aftur. Nú
myndi hann vera húinn að frétta,
að luin hefði komizt lífs af. Skyldi
honum þykja vænt um það? Hún
efaðist um það. Hún var viss um,
að um tíma nálguðust tilfinningar
hans gagnvart henni ást. En þegar
hann varð þess var, forðaðist hann
hana. Hann treysti henni ekki. Hann
hafði miskuimarlaust sagt henni, að
hann ætlaði ekki að láta liana ánetja
sig, festa sig í viðbjóðslegum vef
hennar. Hvað um það. Hann gat ver-
ið þess fullviss, að hún ætlaði ekki
að flækja hann í neinum óheillavef.
Hilary hafði ekki trúað á einlægni
hennar síðastliðin tvö ár. Framtíð-
in skyldi sanna honum, að hún gat
verið einlæg. Hún kannaðist við það
fyrir sjálfri sér, að gagnvart hon-
um var hún ekki stærilát. Hún
heygði sig fyrir þeirri staðreynd, að
hún nnni honum. Þrátt fyrir það,
að hann fyrirleit hana. Hún varð
ástfangin í honum, þegar hún sá
hann í fyrsta skipti. Þess vegna flýði
hún New York vonsvikin. Henni
háfði fundizt þetta lítillækkun. Ást-
in til hans hafði opnað augu henn-
ar fyrir eigin smæð, löngu áður en
hún fór í þessa ferð. En á eyjunni
þroskuðust tilfinningar hennar og
gáfu henni styrlc til að snúa aftur til
lífsins, svo að hún gæti fengið tæki-
færi til að sanna honum ást sína.
Hún ætlaði að reyna að vinna virð-
ingu hans fyrst og síðan ást hans.
Hvort sem henni tækist það eða
ekki, myndi það þó hjálpa henni lil
að verða sú kona, sem hún ætlaði
að verða.
Hin hrokafulla Maxine Perry sneri
aftur til lífsins, auðmjúk og lítillát.
Þegar hún sofnaði um kvöldið,
fékk hún enn eina sönnun fyrir því
valdi, sem Hilary hafði yfir lienni.
Hún sá andlit hans fyrir sér í dimm-
unni, sterklegt, alvarlegt. Og nú las
hún samúð úr augum hans. Það virt-
ist sem hann væri sér þess meðvit-
andi, að nú þyrfti hann að vera hjá