Samtíðin - 01.05.1948, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.05.1948, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN Eftir vin HELFREGN þín laust vitund mína svo snöggt, að hún dofnaði, og ég fann ekki fremur til en maður, sem missir í einu vetfangi fingur hægri handar. Og ég gat meira að segja haldið áfram að renna þurrum augum yfir fyrirsagnir dagblaðsins, sem birti þessa ömurlegu skammdegisfregn. En miðhluta dagsins reikaði ég um götur borgarinnar og trúði ekki, að þetta gæti átt sér stað, því að sú margþvælda staðhæfing mun oft reynast sönn, að þegar hjartanu blæðir á þennan hátt, fá menn einhvern veginn ekki áttað sig á skyndilegri návist dauðans. Og hvar sem ég fór, voru menn alvarlegir og niðurlútir, því að öll borgin harmaði sama manninn. Þann dag setti djúp sorg sameiginlegt svipmót á mörg ólík andlit. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum seinna, er ég tók pennann og reyndi að skrá nokkur minningarorð, að dofinn leystist af vitund minni og sársaukinn gagntók hana. Það var líkt og illa gróið sár frá 1911 hefði rifnað upp á ný, en sársaukinn var öðruvísi en þá. Það er sjálfsagt fremur ókarlmannlegt að gráta, þó að ekki sé nema einn örstuttan desemberdag, finna axlir sínar titra og vera vottur að eigin umkomuleysi. sem ekki hafði örlað á í þessari mynd hálfan fjórða áratug. Og minningarorðin, sem hefðu vissulega átt að bergmála djúpa sorg, urðu ekkert annað en tákn andlegs magnleysis. Því að svo alger var fátækt mín þennan desemberdag, að mér gleymdust jafnvel þeir vinir, sem ég átti enn, og allt bliknaði fyrir harminum eftir þ i g e i n a n. Orbirgð mín varð enn átakanlegri fyrir þá sök, að allar stundir skynjaði ég návist þína og mér var sem ég heyrði rödd þína, bjarta og hláturmilda frá liðnum vorum. En tíminn hleypur undrahratt og fer hvarvetna lífsteini um sárin, svo að það sezt að þeim og síðan blæðir aðeins stöku sinnum. — Og önnur ráðstöfun væri sjálfsagt óhugsandi. — En það veit trúa mín, að þú ert vinum þínum svo óbætanlegur, að jafnvel fjarlægur sljóleiki ellinnar mun vart með öllu fá afmáð söknuð þeirra. S. Sk. )H BRAHAM LINCOLN Bandaríkja- ^ forseti var mjög óánægður yfir aðgerðarleysi George B. McClellan, sem var yfirhershöfðingi Sambands- herjanna árið 1862. Lincoln skrifaði hershöfðingjánum þess vegna eftir- farandi bréf: „Kæri McClellan. Ef þér þurfið ekki á hernum að halda, þætti mér gott að fá hann léðan tímakorn. Virðingarfyllst, A. Lincoln.“ Hún: „Stundum ertu svo anzi karlmannlegur, en stundum líka svo ósköp kvenlegur. Hvernig getur staðið á J)vi?“ Hann: „Það er ef til vill vegna ])ess, að annar helmingurinn af for- feðrum minum voru karlar, en hinn helmingurinn konur.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.