Samtíðin - 01.05.1948, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.05.1948, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 JDN SIGURÐSSDN FDRSETI: Lm skyldur alþingismaniia [Ætla má, að ýmsir nútimamenn liai'i gaman af að lesa, liverjar kröfur Jón Sigurðsson forseti gerði til þingmanna Islendinga. Birtum vér því eftirfarandr orð hans um það efni, og eru þau tekin upp úr ritinu: Jón Sigurðsson í r;eðu og riti, Akureyri 1944, hls. 03 og 65—6. — Ritstj.]. AÐ, sem mest á ríður fyrir þaim, sem fulltrúi á að vera, er, að liann liafi sanna, brennandi, óhvik- ula föðurlandsást. Ég mcina ekki þá föðurlandsást, sem ekkert vill sjá eða við kannast annað en það, sem við gengst á landinu á þeirri tíð, sem hann er á, sem þvkir allt fara hezt, sem er, og allar hreytingar að öllu óþarfar eða ómögulegar, en ef breytingar eru gjörðar, sem eru móti hans geði, dregur sig óðar aftur úr <>g spáir, að allt muni kollsteypast; ég meina ekki heldur þá föðurlands- ást, sem vill gjöra föðurlandi sínu gott eins og ölmusumanni, sem einskis eigi úrkosti, vill láta um- hverfa öllu og taka upp eitthvað það, sent liggur fyrir utan eðli landsins og landsmanna, eða sem liann hefir ]>ótzt sjá annars staðar, vegna þess hann sér ekki dýpra en í það, sem fyrir augun her. Ég meina ]>á föð- urlandsást, sem elskar land sitt eins og það er, kannast við annmarka þess og kosti, og vill ekki spara sig til oð styrkja fi'amför þess, hagnýta kostina, en hægja annmörkunum; ])á föðurlandsást, sem ekki lætur gagn landsins eða þjóðarinnar hverfa sér við neinar freistingar, fortölur ué hótanir, skimp né skútyrði; þá föðurlandsást, sem heimfærir allt ]>að, sem hann sér, gott og illt, nyt- samt og óþarft, til samanburðar við þjóð sína, og sér allt eins og í gegn- um skuggsjá hennar, heimfærir allt henni til eftirdæmis eða viðvörunar. Þetta er að lifa þjóðlífi, og það er augljóst og óhrigðult, að sá, sem þannig lifir, hann mun ekki spara neitt ómak til að útvega sér hinn annan kost, sem verður að vera þess- um fyrsttalda samfara, ef hann á ekki að verða tómt skrum og grund- vallarlaus og ávaxtalaus hégómi, sem þýtur út í loftið við minnsta vind- blæ mótmælanna eða slitnar við minnstu áreynslu; .... En ekki ríður hvað minnst á, að fulltrúinn sé svo skapi farinn sem hann á að véra. Að hann sé ráð- vandur og fölskvalaus, forsjáll án undirferlis, einarður og hugrakkur án frekju, staðfastur án ]>rályndis og sérvizku og að öllu óvilhallur mönnum, stéttum eða héruðum. Sannleikann á liann að meta um- fram allt og láta sig af hans röddu leiða, hann verður því jafnframt að yfirvega mótmæli annarra og mein- ingar sjálfs sín, og það því grand- gæfilegar sem hann finnur með sjálf- um sér, að hann vantar meira til

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.