Samtíðin - 01.05.1948, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.05.1948, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 Elizabeth Jordan: Fyrsti viðkomustaður 16. kafli. WRUCE GRANT, skipstjóri á „Ge- ® org prins“, kom inn til ungfrú Perry, þegar hún var að ljúka við að drekka kaffið eftir miðdegisverð- inn um kvöldið. Eftir venjulegar kurteisiskveðjur segir hann: „Ég kom nokkuð ol't inn í sjúkrastofuna i gærkvöldi. Okkur var tíðrætt um yður. Væri ég trúaður, myndi ég kalla þessa undraverðu lífgun krafta- verk“. Hún starði út um gluggann. „Ég mun alltaf líta á það sem krafta- verk“, svaraði hún. „En engu að síð- ur er mér full-ljóst, að ég stend í þakklætisskuld við yður“. Skipstjórinn vildi ekki heyra á það minnzt, en sagði henni, að hún yrði að hvíla sig. Það væri fyrir- skipað aí' lækninum. Hún liefði orð- ið að þola mikið. ' Maxine skildi, hvað hann var að fara. Þeir héldu báðir, skipstjórinn og læknirinn, að lnin hefði fengið taugaáfall og væri sem snöggvast biluð á sönsum. Hún sá, að slikt varð að þagga niður. Henni var ljóst, að það mundi vandfundin mann- eskja, sem trvði henni. Hún ákvað því að minnast aldrei á það við neinn, sem fyrir hana hafði komið. Hún ætláði sér framvegis að lifa lieilbrigðu athafnalífi, og enginn grunur um, að lnin lieí'ði orðið geð- biluð við „Perseus“-slysið, mátti falla á hana. En til æviloka mundi hún vera viss um sannleiksgildi til- verunnar á eyjunni óþekktu. Hún féllst þess vegna á það, sem skipstjórinn sagði og kvaðst mundu leggjast til hvíldar rétt strax. Hún þyrfti aðeins að senda skeyti til frú Bowen og biðja hana að leyfa sér að sjá um og borga útför Billie. Anderson læknir hafði sagt henni, að ekki myndi verða leyft að senda lik Billie beint hehn til hennar. „Ég býst við, að því sé svo var- ið“, svaraði skipstjórinn. „Hún verð- ur sennilega jörðuð frá einhverri kapellu. Ég skal sjá um, að skeytið verði sent strax“. „Ég hef mikið að gera á morgun“, liélt Maxine áfram. „Skipið verður í New York um hádegi. Ég hef sent lögfræðingi mínum skeyti um að koma til móts við mig. Þér og skips- höfn yðar hafið bjargað lífi mínu. Mig langar til að sýna þakklæti mitt í verki. Þar þarfnast ég einnig yðar aðstoðar“. Grant skipstjóri mótmælti þessu. Sagði, að þeir hefðu aðeins gert skvldu sína og þeim væri sú skylda ljúf. Maxine leit öðrum augum á það. „Þið hafið bjargað lífi mínu. Hugs- ið yður, hvers virði mér er það! Mér er veitt annað tækifæri. Nei, herra skipstjóri, þetta er aðeins ör- lítill hluti al' öllu því, sem ég þarf að endurgjalda á eihn eða annan hátt“. „En kæra ungfrú“, sagði skipstjór- inn vandræðalega. „Þetla verður til jjess, að helmingurinn af skipsliöfn- inhi strýkur í land og fer á árs fyllirí!“' En hann komst hrátt að því, að

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.