Samtíðin - 01.05.1951, Side 14
10
SAMTIÐIN
Hann þreifaði í buxnavasa sinn,
dró þaðan rauðröndóttan tóbaks-
klút. Eitt horn ldútsins var bundið
i hnút. Gamli maðurinn lagði klút-
inn kirfilega á skrifborðið og fór að
leysa hnútinn. Eftir nokkurt puð
og bjástur opnaðist peningageymsl-
an, og fjársjóðurinn kom i dagsljós-
ið: nokkrir eins og tveggja króna
málmpeningar og fáeinir fimm og tíu
króna bankaseðlar.
Ég taldi seðlana, en sagði öldungn-
mn, að málmurinn væri ekki innkall-
aður.
Svo rétti ég honum bláa blaðið,
sem liggur hérna á borðinu. Hann
las það vandlega, tók pennastöng-
ina, deif pennanum óhönduglega í
blekbyttuna, útfyllti eyðublaðið eftir
minni fyrirsögn og skrifaði nafnið
sitt undir. Hönd hans titraði, vinnu-
lúin hönd, kreppt og sigggróin, með
kartnögl á vísifingri. Skriftin var á-
ferðarfalleg og læsileg.
Síðan þakkaði hann innilega fyrir
alla fyrirhöfnina, kvaddi og livarf
brosandi út úr skrifstofunni, elli-
brumur heiðursmaður, með nýja
bankaseðla — fimmtíu og fimm
krónur — í rauðröndóttum tóbaks-
klút.
Og þarna á bláa blaðinu var jarð-
neskt sparifé hans komið undir
smásjá eignakönunarinnar.
„NEI, ég hef ekki álit á Jóni sem
skáldi. Hann drekkur ekki, slæst
aldrei — slær mann heldur ekki um
peninga — og svei mér, ef hann ætl-
aði bara ekki að fara að kjafta um
bókmenntir við mig á dögunum!“
• Spurt op svurað O
j ÞESSUM þætti er leitazt við að
svara spurningum frá lesendum
„Samtíðarinnar.“
Stúdent spyr:
„Hvernig á ég að fara að því að
útvega mér námsvist á stúdentagarð-
inum Nordisk Kollegium í Kaup-
mannahöfn, sem „SamtíðSn“ bárti
ágæta frásögn um í 1. hefti 1948?“
Svar:
Reyndu að skrifa Chr. Wester-
g&rd-Nielsen, umsjónarmanni garðs-
ins. Oss er það mikið ánægjuefni, að
greinin hér i i’itinu hefur vakið
athygli á þessari ágætu stofnun, þar
sem ísl. stúdentar hafa dvalizt og
notið fullkomnustu þæginda gegn
ótrúlega vægu gjaldi. En vér höfum
heyrt, að ekki þýði að sækja um vist
á N. K., fyrr en eftir að stúdentar séu
hyrjaðir á námi í Khöfn.
íþróttamaður spyr:
„Getur þú, „Samtíð“ góð, sagt mér
livað er átt við með Davis cup verð-
launum, og fyrir hvað þau eru veitt?
Svai’:
„Davis cup“ er farandbikar, sem
dregur nafn af gefandanum, Dwight
F. Davis, sem var amerískur her-
málaráðherra m. a. (f. 1879, d. 1945).
Bikar þessi er veittur fyrir frábær
afrek í tennis, og eru engin önnur
verðlaun eftirsóttari í þeirri grein.
gEGIÐ vinum yðar frá efni „Samtíðar-
innar“ og berið verð hennar (25 kr.
á ári fyrir 10 hefti) saman við verð á öðr-
um íslenzkum tímaritum.