Fréttablaðið - 30.12.2009, Page 1

Fréttablaðið - 30.12.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 Miðvikudagur 30. desember 2009 – 29. tölublað – 5. árgangur E F N I S Y F I R L I T Áhrifafólk viðskiptalífsins gerir upp árið síður 14 til 18 Erlendur fréttaannáll Bestu og verstu viðskipti ársins sjá síður 2 og 4 Innlendur fréttaannáll síða 10 Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3% MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 — 307. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Vísindamaður ársins Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslensku nútímamáli, hlaut viðurkenningu verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright. TÍMAMÓT 26 Týndi áratugurinn „Að beiðni djarfhuga viðskipta- manna nútímans afnámu stjórnvöld svo gamaldags reglur,“ skrifar Eiríkur Bergmann. Í DAG 20 AUÐUR NANNA BALDVINSDÓTTIR Gisti í báti á Regent‘s Canal í London • á ferðinni • áramót Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FLUGELDAR.IS er vefsíða Landsbjargar þar sem hægt er að fá upplýsingar um sölustaði flugelda, vöru- lista og öryggisatriði sem hafa ber í huga í umgengni við skotelda. www.flugeldar.is Auður Nanna hefur bæði búið í London og heimsótt hana marg-sinnis. Hún bjóst því ekki við því að kynnast glænýrri hlið á borg-inni. Í sumar sem leið heimsótti hún vin sinn sem býr í bát í Reg-ent´s Canal við Marylebone og gistihjá honum í nokk – val á lífsstíl – því bátarnir eru mjög dýrir og hverfið sem þeir eru staðsettir í þykir líka mjög fínt.„Bátaeigendur geta siglt um alla bátaskurði borgarinnar ogferðast þannig borgare do A til baka var bátaeigandi á næsta bát kominn heim úr vinnunni, með franska osta og pylsur sem hann selur, og við eyddum síðdegiuppi á d kk Sá London í nýju ljósiAuður Nanna Baldvinsdóttir orkufræðingur taldi sig þekkja borgina London nokkuð vel, meðal annars eftir margra ára búsetu þar. Hún kynntist hins vegar nýrri hlið á borginni nú í sumar. Auður Nanna Baldvinsdóttir átti einstaka dvöl í London nú í sumar þegar hún gisti í báti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N DALVEGI · Tekur 12 Kg · Hljóðlát· Stórt op > auðvelt að hlaða· Sparneytin 12 kg Þvottavélog þurrkari GÓÐ NÆRING, FYRIR HRESSA KRAKKA! 1.731 vika x 7 + 3 Vá! 12.120 dagar Ó · 1 29 64 Seljabraut Hreindýrakjöt Úrval af villibráð! Hátíðarsýning í kvöld Friðrik Þór Friðriks- son hefur tröllatrú á Mömmu Gógó. FÓLK 36 EM-hópurinn valinn Guðmundur Guðmunds- son valdi í gær sautján leikmenn í íslenska lands- liðið fyrir EM í Austurríki. ÍÞRÓTTIR 42 FÓLK Kvikmyndin The Romantics verður frumsýnd á Sundance- kvikmyndahátíðinni í janúar en einn framleiðenda hennar er Eva Maria Daniels. Með aðalhlutverk í myndinni fara Katie Holmes, Anna Paquin, Josh Duhamel auk annarra. Eva Maria er einnig að undir- búa tökur á nýrri kvikmynd sem hún framleiðir, en sú ber titilinn Goats og fjallar um uppvaxtar- ár ungs pilts í Bandaríkjunum. Hopper Penn, sonur leikarans Sean Penn, fer með aðalhlut- verkið. Aðrir leikarar eru móðir Hoppers, Robin Wright, David Duchovny og Josh Brolin. - sm / sjá síðu 46 Íslendingur á virta hátíð: Á Sundance með nýja mynd HÆGVIÐRI Í dag verður víðast hæg vestlæg eða breytileg átt. Víðast léttskýjað en skýjað með köflum og stöku él á norðaustan til. VEÐUR 4 -4 -3 -6 -8 -5 FÓLK Tveggja barna móðir á fimmtugsaldri varð í gær 75 milljónum ríkari þegar hún vann stærsta vinning sem dreginn hefur verið út í sögu Happdrættis Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá happdrætt- inu kemur fram að vinningurinn hafi komið á trompmiða sem konan hafi átt í nokkur ár. Hún hafi tekið tíðindunum um vinn- inginn með vantrú og tortryggni, en sannfærst þegar hún fletti upp síðustu vinningaskrá á Netinu. Vinningurinn mun koma í góðar þarfir, þar sem fjárhags- staða fjölskyldunnar er slæm og lán þeirra í frystingu, að því er fram kemur í tilkynningu. - þeb Kona vann 75 milljónir: Er með lánin sín í frystingu MENN VIÐSKIPTALÍFSINS 2009 Ár rekstrarmanna runnið upp Markaðurinn FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG LÖGREGLUMÁL Rökstuddur grunur leikur á því að í kringum fimmtán kílóum af kókaíni, sem tveir Íslendingar voru teknir með í Madríd um miðjan mánuðinn, hafi átt að smygla hingað til lands, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Íslenskt par um tvítugt er í haldi lögreglu á Spáni vegna málsins. Parið var handtekið á flugvellinum Barajas 17. desember, við komuna frá Perú. Þeim hefur verið útvegaður lögfræðingur, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneyt- ið hefur verið í sambandi við unga parið í gegnum ræðismann Íslands í Madrid. Ekki sé ætlast til þess að upplýst sé um málið af hálfu ráðuneytisins. Fullvíst er talið að fólkið sé burðardýr sem áttu að koma efnunum til Íslands. Þau eru nú í fangelsi um þrjátíu kílómetra utan við borgina. - jss / sjá síðu 2 Tveir Íslendingar voru teknir með í kringum fimmtán kíló af kókaíni í Madríd: Kókaínið átti að koma hingað EVA MARIA DANIELS Katie Holmes fer með aðalhlutverk í mynd Evu Mariu. ALÞINGI Umræðum um Icesave- frumvarpið var ítrekað frestað í gærkvöldi vegna nýrra upplýsinga sem fjárlaganefnd bárust í gær- kvöldi frá bresku lögmannsstofunni Mischon de Reya. Stjórnarandstæðingar segja þess- ar upplýsingar benda til að samn- inganefnd Íslendinga hafi leynt Alþingi gögnum um mat lögmanns- stofunnar á réttarstöðu íslenskra stjórnvalda í Icesave-málinu. Einn- ig vakni spurningar um hvort Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi fengið nauðsynlegar upplýsing- ar um mat lögmanna ríkisins á rétt- arstöðu Íslands áður en hann átti fund með David Miliband, utanríkis- ráðherra Breta, í apríl á þessu ári. Þessi gögn hafi bresku lögmenn- irnir unnið á tímabilinu 25. til 31. mars á þessu ári. Þar komi fram það mat að góðar líkur væru á að vinna mál gegn breskum stjórnvöld- um vegna aðgerða Breta gegn Her- itable-bankanum, dótturfyrirtæki Landsbankans í Bretlandi. „Auðvitað gengur það ekki upp fyrir okkur að það séu að koma fram upplýsingar af þessu tagi daginn áður en atkvæðagreiðsla hafði verið ákveðin,“ sagði Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gærkvöldi „Menn köstuðu frá sér vopnum sem þessi breska lögmannastofa mat að væri mjög sterk og ætti að beita,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins. Þingfundum var ítrekað frestað meðan skotið var á fundum í þinghúsinu í gærkvöldi til að fara yfir málið. Þegar blaðið fór í prentun voru þingmenn enn að bíða þess að fá afhent þau gögn sem bresku lögmennirnir segjast hafa unnið og sent umbjóðendum sínum í íslensku stjórnsýslunni. Ekki var ljóst hvaða áhrif þetta mál hefði á framgang Icesave-málsins, en fyrir lá samkomulag um að lokaatkvæða- greiðsla yrði haldin í dag. Sigmundur Davíð sagði á Alþingi í gærkvöldi að ekki kæmi til greina að halda lokaatkvæðagreiðslu í dag. Bresku lögmennirnir boði í bréfi sínu að frekari upplýsingar séu væntanlegar og þær séu þess eðlis að þingmenn muni vilja kynna sér þær. - pg Uppnám á Alþingi vegna nýrra gagna Fjárlaganefnd bárust upplýsingar frá bresku lögmannsstofunni Mischon de Reya í gærkvöldi. Stjórnarandstaðan segir þær benda til þess að stjórnvöld hafi leynt upplýsingum um réttarstöðu Íslendinga og vilja fresta atkvæðagreiðslu. ALÞINGI SEINT Í GÆRKVÖLDI Ný gögn um Icesave urðu til þess að hlé var gert á umræðum um málið í gærkvöldi. Guðbjartur Hannesson, Steingrímur J. Sigfússon, Þór Saari, Helgi Hjörvar, Eygló Harðardóttir og Jón Gunnarsson fylgdust með þegar umræður hófust aftur klukkan tíu í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.