Fréttablaðið - 30.12.2009, Qupperneq 2
2 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
lyf?
Kynntu þér þinn rétt á lfi.is
Þarft þú að nota lyf að staðaldri?
Frumtök • Hjartaheill • Beinvernd • Lyfjafræðingafélag Íslands
v
María, er lukkupotturinn
þægilegur?
„Já, sérstaklega potturinn í Kópa-
vogslauginni.“
María Níelsdóttir datt í lukkupottinn
þegar hún varð 500 þúsundasti gesturinn
í Kópavogslaug í fyrradag og fékk blóm,
árskort í sund og líkamsrækt og gjafa-
pakka að gjöf.
ICESAVE Úrslit Icesave-frum-
varps ríkisstjórnarinnar ráðast
á Alþingi í dag. Óvíst er hvernig
atkvæði falla.
Tveir þingmenn VG, Ögmundur
Jónasson og Lilja Mósesdóttir,
greiddu atkvæði gegn málinu að
lokinni annarri umræðu. Ásmund-
ur Einar Daðason, þingmaður
VG, boðaði að hann tæki ekki
endanlega afstöðu fyrr en við
lokaatkvæðagreiðslu um málið,
sem er í dag.
Ekki náðist í Ásmund Einar í
gær. Samfylkingarþingmenn, sem
rætt var við í gær, sögðu framhald
ríkisstjórnarsamstarfsins ráðast
af atkvæðagreiðslunni í dag.
Þ ei r h a f i
fengið skilaboð
frá forystu VG
um að Ásmund-
ur Einar mundi
styðja málið í
dag. Þar með
sé tryggt að
það hljóti meiri-
hluta atkvæða
frá þingmönn-
um ríkisstjórn-
arflokkanna,
óháð því hvort Þráinn Bertels-
son, þingmaður utan flokka,
greiði atkvæði með málinu eins
og hann gerði að lokinni annarri
umræðu. Ekki sé viðunandi fyrir
ríkisstjórnina að koma þessu
veigamikla máli ekki í gegn um
Alþingi án þess að reiða sig á
stuðning þingmanna utan þing-
flokka ríkisstjórnarinnar.
Þingfundur hefst klukkan tíu
fyrir hádegi í dag. Þar lýkur þriðju
umræðu um frumvarp til laga um
ríkisábyrgð á Icesave-skuldbind-
ingunum. Formenn flokkanna
taka einir til máls í umræðunni og
hefur hver þeirra fimmtán mín-
útna ræðutíma, samkvæmt sam-
komulagi sem fyrir liggur. Við
atkvæðagreiðsluna verða lagðar
fram tillögur stjórnarandstöðu
um að málið verði borið undir
þjóðaratkvæði. -pg
Enn óvissa um atkvæðagreiðslu vegna Icesave:
Óvíst um afstöðu Ásmundar
SJÁVARÚTVEGUR Útgerðarfélagið
Völusteinn ehf. hefur keypt eign-
ir þrotabús Festar ehf. í Hafnar-
firði. Kaupverðið er 3,2 millj-
arðar króna. Völusteinn yfirtók
ekki gamlar skuldir Festar, held-
ur voru kaupin fjármögnuð með
eigin fé og nýjum lánum. Um er
að ræða rekstur og sex báta, fisk-
vinnslu og aflaheimildir.
Völusteinn, sem er í eigu Ólafs
Jens Daðasonar og Gunnars
Torfasonar, mun taka við rekstri
þrotabúsins nú um áramótin.
Fyrir gerir félagið út línubátinn
Hrólf Einarsson frá Bolungarvík.
Ekki er á döfinni að færa starf-
semi Festar þangað, segir Gunn-
ar. „Það verður gert út frá Bol-
ungarvík og Suðurnesjum og afli
bátanna fer til vinnslu í Hafnar-
firði, líka af Hrólfi Einarssyni,“
segir hann. Hann segir félagið
nú hafa um 2.000 þorskígildi til
umráða en fyrir kaupin átti Völu-
steinn ríflega 300 þorskígildi.
Farið verður í hagræðingu
á félaginu strax í janúar. „Það
verður allt gert til þess að halda
starfsfólki. Það sem við erum að
kaupa eru aflaheimildir, fram-
leiðslutæki og mannauður. Án
mannauðs væri ekki hægt að
sækja þennan fisk.“
Það var Landsbankinn sem sá
um sölu þrotabúsins í umboði
skiptastjóra. Alls bárust 36 tilboð
í eignirnar. - þeb
Vestfirskt útgerðarfélag kaupir eignir þrotabús Festar í Hafnarfirði á 3,2 milljarða:
Vinnslan áfram í Hafnarfirði
FESTI Rekstri fyrirtækisins verður haldið áfram á sínum stað í Hafnarfirði, að sögn
nýrra eigenda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÁSMUNDUR EINAR
DAÐASON
ORKUMÁL Kaup Magma Energy á
HS Orku kunna að fara á svig við
íslensk lög, að mati Lagastofnunar
Háskóla Íslands. Þetta kom fram í
fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Samkvæmt lögum um fjárfest-
ingu erlendra aðila mega fyrir-
tæki og einstaklingar utan EES
ekki eiga í íslensku orkufyrirtæki.
Magma er kanadískt félag, en
keypti hlutinn í HS Orku í gegnum
sænskt félag.
Nefnd sem sér um að fylgja lög-
unum eftir hefur haft þetta mál
til skoðunar. Lagastofnun Háskól-
ans hefur unnið lögfræðiálit fyrir
hana og eru kaupin á gráu svæði
samkvæmt því. - þeb
Hlutur Magma í HS Orku:
Kaupin gætu
verið ólögleg
LÖGREGLUMÁL Rökstuddur grun-
ur leikur á að í kringum fimmt-
án kílóum af kókaíni, sem tveir
Íslendingar voru teknir með
í Madrid um miðjan mánuð-
inn, hafi átt að smygla hingað
til lands, samkvæmt upplýsing-
um Fréttablaðsins. Maður og
kona, rétt um tvítugt, sitja í haldi
ytra vegna málsins. Þeim hefur
verið útvegaður lögfræðing-
ur, samkvæmt upplýsingum frá
utanríkisráðuneytinu.
Parið var handtekið á Barajas-
flugvelli í Madrid 17. desember
síðastliðinn. Það var þá að koma
frá Perú. Fullvíst er talið að mað-
urinn og konan séu burðardýr, sem
hafi verið ætlað að koma efnunum
hingað til lands. Kókaínið höfðu
þau falið í ferðatöskum. Tollgæslu-
menn á flugvellinum stöðvuðu þau
við komuna til landsins. Þau voru
í kjölfarið úrskurðuð í gæsluvarð-
hald og eru nú í fangelsi um þrjátíu
kílómetra utan við borgina.
Karl Steinar Valsson, yfirmað-
ur fíkniefnadeildar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu, segir rann-
sóknina alfarið í höndum lögregl-
unnar á Spáni. Hún vilji ekki að
upplýsingar um málið séu veittar
á þessu stigi þess. Hann kveðst því
einungis geta staðfest að íslenska
fíkniefnalögreglan hafi vitneskju
um það.
„Við höfum verið í samvinnu við
spænsku lögregluna vegna máls-
ins,“ segir Karl Steinar. „En allt
annað er algjörlega á þeirra for-
ræði, þar með talin upplýsingagjöf
og eftir því förum við.“
Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri
rekstrar- og þjónustusviðs hjá
utanríkisráðuneytinu, segir ráðu-
neytið hafa verið í sambandi við
unga parið í gegnum ræðismann
Íslands í Madrid. Hann kveður
ráðuneytið ekki gefa upplýsingar
um einkamál skjólstæðinga, nema
þeir samþykki það eða beinlínis
fari fram á það.
„Í þessu tilviki er ekki ætlast til
þess að við séum að upplýsa um
málið,“ segir Pétur. Hann segir
ræðismanninn aðstoða fólkið eftir
mætti.
„Við munum fylgjast með fram-
vindu málsins eins og við gerum
yfirleitt þegar svona nokkuð kemur
upp,“ segir Pétur. „Almennt talað
er okkar aðkoma sú, að þegar fólk
er handtekið fær það leyfi til þess
að hafa samband við íslenskan
ræðismann eða sendiráð á viðkom-
andi stað. Síðan gengur málið sinn
gang í réttarkerfi viðkomandi ríkis.
Hlutverk ráðuneytis er einkum
félagslegur stuðningur við fólk.“
jss@frettabladid.is
BARAJAS-FLUGVÖLLUR Íslendingarnir tveir, maður og kona sem bæði eru um tvítugt,
voru handteknir með fíkniefni á Barajas-flugvelli í Madrid 17. desember og sitja nú í
haldi ytra.
Kókaínið í Madrid
átti að koma hingað
Íslendingarnir sem handteknir voru á flugvellinum í Madríd voru með í kring-
um fimmtán kíló af kókaíni. Rökstuddur grunur leikur á að smygla hafi átt
kókaíninu til Íslands. Maðurinn og konan eru talin vera burðardýr.
SJÁVARÚTVEGUR Afturkalla á lög
um afnám sjómannaafsláttar,
að mati sjómannadeildar Starfs-
greinafélagsins Afls. Ef það verð-
ur ekki gert eiga sjómenn að fá
dagpeninga. Þetta kemur fram í
ályktun félagsins.
Í ályktuninni eru stjórnvöld
átalin fyrir lagabreytingar á
skattaumhverfi sjómanna án
þess að tekið sé tillit til sögu sjó-
mannaafsláttarins. „Krafa fund-
arins er að lögin verði afturköll-
uð eða að sjómenn fái í hans stað
dagpeninga líkt og aðrar stéttir
sem stunda vinnu fjarri heim-
ili og skorar fundurinn á útvegs-
menn að standa með sjómönnum
í þessum efnum,“ segir einnig í
ályktuninni. - þeb
Afnám sjómannaafsláttar:
Sjómenn fái
dagpeninga
SVISS, AP Yfirmaður Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar (WHO)
segir of snemmt að lýsa því yfir
að svínaflensufaraldurinn hafi
náð hámarki á heimsvísu.
Dr. Margaret Chan segir að
H1N1 flensan hafi náð hámarki
í Bandaríkjunum, Kanada og
nokkrum öðrum löndum á norð-
urhveli jarðar. Hér er flensan í
rénun samkvæmt Farsóttafrétt-
um Landlæknis. Chan segir ekki
öll lönd jafnvel sett og enn sé
langt eftir af vetri. - óká
Of snemmt að fagna sigri:
Flensan ekki
enn í hámarki
JÓLI FÆR FLENSUSPRAUTU Jólasveinn
fær svínaflensubólusetningu á æfingu
fyrir jólahátíð í Búdapest. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hafnaði í gærmorgun frá-
vísunarkröfu í meiðyrðamáli
Viggós Sigurðssonar handknatt-
leiksþjálfara gegn útgáfufélag-
inu Birtíngi, ritstjórum og blaða-
manni DV og hjónum sem voru
viðmælendur blaðsins.
Viggó stefndi hópnum vegna
ummæla sem hjónin létu fjalla í
samtali við DV þess efnis að þau
hefðu kært hann fyrir að stela
40 feta gámi af lóð þeirra. Viggó
hefur látið hafa eftir sér að lög-
reglan hafi tjáð honum að engin
slík kæra hafi borist. Hann lítur
því svo á að um ærumeiðandi
ummæli hafi verið að ræða. - sh
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Frávísun í máli
Viggós hafnað
ÚKRAÍNA, AP Samkomulag hefur
náðst milli orkufyrirtækis Úkra-
ínu og Rússlands um flutninga
á olíu og gasi um Úkraínu til
Evrópu.
Valentín Zemljanskí, talsmaður
Naftogaz, orkufyrirtækis Úkra-
ínu, segir Rússa hafa fallist á að
hækka flutningsgreiðslur vegna
Evrópu um þriðjung. Þá segir
hann Rússa hafa fallist á að færa
greiðslur úr Bandaríkjadölum yfir
í evrur. Með samkomulaginu er
bægt frá hættunni á því að olíu-
flutningar frá Rússlandi stöðvist.
- óká
Sættir Rússlands og Úkraínu:
Olíuflutningar
raskast ekki
FUNDAÐ Rússar semja við fleiri en
Úkraínu um orkumál. Myndin er frá fundi
forseta Túrkmena og forseta Rússa.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS