Fréttablaðið - 30.12.2009, Síða 20
20 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Á
ramótum fylgir iðulega ákveðinn tregi en tilhlökkun á
sama tíma. Sennilega munu þó ekki margir Íslendingar
horfa með söknuði til þess er árið 2009 kveður enda
hefur það verið landsmönnum erfitt að mörgu leyti. Það
sem hefur þó reynst flestum erfiðara að takast á við
er ekki endilega hrunið sjálft með öllum sínum veraldlegu fylgi-
kvillum heldur miklu frekar það sundurlyndi sem tók sér bólfestu
í þjóðarsálinni í kjölfar þess. Samstaðan – sem þessi fámenna þjóð
hefur iðulega sýnt á erfiðleikatímum – riðlaðist.
Þegar við lítum til baka eftir nokkur ár og reynum að gera
okkur grein fyrir allri þeirri reiði sem þjóðin hefur verið að takast
á við á undanförnum mánuðum verður ein skýringin sennilega sú
að hrunið kom þjóðinni algjörlega í opna skjöldu – við trúðum því
aldrei að þetta gæti gerst. Við vorum grandalaus og óviðbúin og
því varð skellurinn svo stór þegar hann kom. Þjóðin fylltist vantrú
og reiði og leitin að sökudólgunum hófst.
Fyrir jól birtist viðtal í DV við frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrr-
verandi forseta, þar sem hún segir meðal annars: „Öll erum við
mannleg. Það getur alla hent að gera mistök. En við getum valið
milli þess að sópa þeim undir teppið eða viðurkenna þau og læra
af þeim. Í þessum síðari kosti er máttur mannsins og opinna sam-
félaga ekki síst fólginn; að umbera gagnrýni, viðurkenna mistök
og læra af þeim.“
Á þetta hefur skort hér á landi og þessi afstaða hefur haldið
þjóðinni í ákveðinni gíslingu – í ákveðinni kyrrstöðu. Þeir eru
fáir sem þola gagnrýnina, enn færri sem viðurkenna mistökin og
svo til enginn hefur beðist afsökunar á sínum þætti í hruninu. En
ástæða þess er ekki eingöngu að viljann hefur skort til að viður-
kenna mistök og biðjast afsökunar – heldur ekki síður að andinn
í þjóðfélaginu hefur verið með þeim hætti að þjóðin hefur ekki
verið móttækileg fyrir afsökunarbeiðnum og eftirsjá. Þjóðin hefur
verið í vígahug – heimtað „blóð“, útskúfun og þunga refsidóma.
Án vafa munu á endanum einhverjir hljóta dóma fyrir sinn þátt
í hruninu, hafa unnið til þess og munu taka út sína refsingu. Hins
vegar er það jafnljóst að flestir gerðu ekkert ólöglegt – sinntu
einfaldlega sinni vinnu – urðu reyndar margir græðginni að bráð
og vildu án efa í dag hafa gert hlutina á annan hátt. Þjóðin getur
valið um það að halda þessu fólki áfram úti í kuldanum eða skapa
jarðveg til sátta. Til þess að svo megi verða þurfa þeir sem þátt
tóku að viðurkenna mistök – sýna eftirsjá. En ekki síður verður
þjóðin sjálf að vera tilbúin til að fyrirgefa – því án fyrirgefningar
mun afsökun ein og sér gera lítið.
Fátt yrði þjóðinni til meiri gæfu á komandi ári en að afsökun
og fyrirgefning héldust hönd í hönd því þannig gæti þjóðin tekist
sameiginlega á við núverandi erfiðleika. Við munum líka vinna
okkur í gegnum erfiðleikana þó að reiðin, sundurlyndið og skort-
ur á fyrirgefningu haldi áfram. Þá verður hins vegar svo miklu
leiðinlegra að búa í þessu landi – svo miklu leiðinlegra að vera
Íslendingur.
Iðrun og fyrirgefning fari saman á nýju ári.
Árið 2009 kvatt
án eftirsjár
MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SKRIFAR
UMRÆÐAN
Guðjón Sigurðsson skrifar um sam-
félagsmál
Þó lífið sé flókið og einfalt í senn, hefur hagsmunasamtökum, stjórnvöldum og
ekki síst embættismönnum tekist að flækja
líf fólks sem þarf aðstoð óendanlega. Ef
maður þarf aðstoð þá er byrjað á að finna
„kassa“ sem hægt er að setja þig í.
Ert þú: barn, fullorðinn, eldri borgari,
andlega veikur, líkamlega veikur, langveikur,
„stutt“ veikur, með krabbamein, með MND, með
SMA og svo má lengi telja. Ekki má svo gleyma
aðal kassanum „hvar á landinu býr viðkomandi“.
Til að kóróna ruglið þá verður barnið fullorðið
og sá fullorðni eldri borgari sem þýðir að finna
verður nýjan kassa til að setja þau í.
Fram að þessu þá hafa úrræðin verið
stofnanatengd, valdsviptandi, ósann-
gjörn, rándýr og um leið mannréttinda-
brot á viðkomandi einstaklingi og nán-
ustu ættingjum og vinum.
Lausnin er ákaflega einföld, hagkvæm
og tryggir mannréttindi allra borgara
landsins. Látum notandann stýra sinni
aðstoð og þá gildir einu hvort viðkom-
andi býr í Hafnarfirði eða á Raufarhöfn.
Fjármagnið fylgi einstaklingnum. Ég er
Íslendingur og þarf ákveðna aðstoð og
mér er flatt sama um í hvaða kassa aðrir vilja
setja mig.
Ósk mín fyrir árið 2010 er að við berum gæfu
til að að gera Ísland að fyrirmynd annarra þjóða
í velferðarmálum.
Höfundur er formaður MND félagsins.
Að setja fólk í kassa og engan eins
GUÐJÓN
SIGURÐSSON
Útreikningar talnaglöggra hagfræðinga sýna að eftir
bankahrunið hafi efnahagur
Íslands færst aftur um áratug
eða svo. Í efnahagslegu tilliti
höfum við semsé glatað heilum
áratug. Og meiru til raunar því
nú skuldum við svo miklu meira
en áður. Við lok fyrsta áratugar
nýrrar þúsaldar, eftir kerfis-
hrunið sem varð í fyrrahaust,
getur því verið sársaukafullt að
horfa í baksýnisspegilinn. Fyrir
vegferðina fram á við er það
hins vegar nauðsynlegt.
Í upphafi aldarinnar virtust
okkur Íslendingum allir vegir
færir. Við fórum létt með að
hrista af okkur eftirhreytur
netbólunnar sem sprakk eins
og hver önnur sápukúla og
hófum að klífa upp á efstu
tinda í alþjóðavæddum fyrir-
tækjarekstri. Með aðstoð nán-
ast ókeypis lánsfjár gleyptu
nýeinkavæddir bankarnir hvert
alþjóðlega stórfyrirtækið á
fætur öðru og kornungir útrás-
ardrengir vopnaðir nýslegnu
viðskiptafræðiprófi og glopp-
óttri barnaskólaensku settust
í stjórnir rótgróinna erlendra
félaga. Talað var um nýtt hag-
kerfi þar sem lögmál þess gamla
giltu ekki lengur. Hver skuld-
setta yfirtakan á fætur annarri
var klöppuð upp sem viðskipti
ársins: Magasin du Nord, Illum,
Nyhedsavisen, Debenhams,
House of Frasier, Heritable
bank, FIH-Erhvervsbank, Sin-
ger&Friedlander. Flest okkar
hrifust með. Að beiðni djarf-
huga viðskiptamanna nútím-
ans afnámu stjórnvöld svo
gamal dags reglur og glansblöð-
in bjuggu til stjörnur úr skulda-
kóngunum.
Árið 2006 lagði Viðskiptaráð
til að Ísland hætti að bera sig
saman við Norðurlöndin „enda
stöndum við þeim framar á
flestum sviðum“. Í ímyndar-
skýrslu forsætisráðuneytisins
frá því í mars 2008 var fjallað
um sérstaka eðliseiginleika
„sem aðgreinir Íslendinga frá
öðrum þjóðum“ og gerðu þeim
kleift að skara frammúr á
alþjóðavettvangi: „Mikilvægt er
að tryggja að Ísland verði áfram
„best í heimi“,“ sögðu skýrslu-
höfundar í feitletraðri saman-
tekt.
Náttúruval á sögueyjunni
Máttarstólpar samfélagsins
klöppuðu flestallir sama stein. Í
ræðu í London árið 2005 leitaðist
sjálfur forsetinn við að skýra út
fyrir útlendingum eðlislæg sér-
kenni íslensku útrásarvíking-
anna sem vegna einstaks nátt-
úruvals á sögueyjunni myndu
nánast óhjákvæmilega sigra
heiminn. Við blasir kenning um
að á Íslandi hafi orðið til algjör-
lega sérstök þjóð með einstaka
eðlislæga hæfileika sem hafi alla
burði til forystu í heiminum. En
að hún hafi lengst af verið tak-
mörkuð af einangrun sinni og
fámenni. Svo þegar hömlurnar
hurfu með aukinni hnattvæðingu
og opnun fjármálamarkaða hafi
þjóðin sprungið út og blómstrað.
Hér var semsé komin fram ein-
hvers konar eðlislæg skýring á
risi íslenska efnahagsundursins
og því haldið fram í fúlustu
alvöru að sökum náttúruvals
yrðu Íslendingar í forystu í
alþjóðlegum fyrirtækjarekstri.
Í ræðu í Los Angeles árið 2000
gekk forsetinn jafnvel svo langt
að bjóða Bandaríkjamönnum
að taka þátt í þessari nánast
óumflýjanlegu vegferð Íslend-
inga, annars myndu þeir sitja
eftir með sárt ennið við upphaf
nýrrar þúsaldar.
Mér er að vísu til efs að allur
almenningur hafi endilega geng-
ið með þessar grillur í kollinum
en rannsóknir sýna að þegar
kemur að umræðu um tengslin
við önnur lönd hafa íslenskir
stjórnmálamenn einhverra hluta
vegna hamrað á hugmyndinni
um óvéfengjanlega sérstöðu
íslensku þjóðarinnar.
Sitt hvor hlið á sama pening
Þegar skýjaborg útrásarhag-
kerfisins hrundi svo yfir okkur
í fyrrahaust kom smám saman
fram önnur hugmynd meðal
sumra afla í samfélaginu. Nú
vorum við ekki lengur að sigra
heiminn heldur allt í einu orðin
fórnarlamb vondra útlendinga
sem áttu að hafa setið á svikráð-
um við þessa saklausu smáþjóð
í norðri. Þegar að er gáð hefur
þó kannski ekki orðið jafn mik-
ill viðsnúningur og ætla mætti.
Hugmyndin um umsátrið er
nefnilega af nokkurn veginn
sama meiði og hugmyndin um
yfirburðaþjóðina. Sitt hvor hlið-
in á sama pening. Myndin hafði
einfaldlega snúist við.
En nú er áratugur öfganna
vonandi á enda runninn. Við
erum hvorki nein sérstök yfir-
burðaþjóð né saklaust fórnar-
lamb utanaðkomandi umsáturs.
Á Íslandi býr hins vegar vel
menntuð þjóð i gjöfulu landi sem
hefur alla burði til að búa þegn-
um sínum góð lífskjör. Verkefnið
fram undan hlýtur því að vera
að vinsa úr hvað í þessum hug-
myndum og allri þeirri umræðu
sem fram hefur farið um sér-
stöðu íslensku þjóðarinnar er
nýtilegt til uppbyggingar í sam-
félaginu og hvað er bókstaflega
stórhættulegt.
Týndi áratugurinn
EIRÍKUR BERGMANN
Í DAG | Áratugur öfganna
Nú vorum við ekki lengur að
sigra heiminn heldur allt í
einu orðin fórnarlamb vondra
útlendinga sem áttu að hafa
setið á svikráðum við þessa
saklausu smáþjóð í norðri.
Að níu mánuðum liðnum
Fullir sjálfstrausts gerðu stjórnmála-
flokkarnir hosur sínar grænar fyrir
kjósendum í aprílmánuði. Sminkaðir
og greiddir birtust foringjarnir í aug-
lýsingum undir grípandi slagorðum.
„Framsókn – fyrir okkur öll,“ sagði
Sigmundur Davíð og lofaði meðal
annars nýrri stjórnarskrá. „Valið er
skýrt,“ sögðu Bjarni og Þorgerður
Katrín og spurðu hverjum væri
best treystandi til að byggja
upp atvinnulífið og berjast gegn
atvinnuleysi um leið og þau kváð-
ust vilja skapa tuttugu
þúsund störf á kjör-
tímabilinu. Öll eru þau
í stjórnarandstöðu og
því ekki í góðri stöðu
til að efna loforðin.
Rödd á nýjum stað
„Þessi rödd verður að heyrast
áfram,“ sögðu Frjálslyndir undir
mynd af Guðjóni Arnari. Hann datt
af þingi en hefur líklega aldrei haft
jafn mikil pólitísk áhrif og þegar
hann var fenginn til ráðgjafarstarfa í
sjávarútvegsráðuneytið.
Norræn velferðarbrú
Samfylkingin og VG eru
hins vegar í ríkisstjórn.
„Kjósum norrænt vel-
ferðarsamfélag,“ sögðu
Steingrímur og Katrín.
Kunnugir segja
fátt benda
til slíks
samfélags,
utan jú hvað
skattþrepin eru nú eru orðin þrjú.
„Velferðarbrú fyrir heimilin,“ sagði
svo Jóhanna og bætti við: „Velferð-
arbrú fyrir skuldsettar fjölskyldur er
eitt mikilvægasta verkefni Sam-
fylkingarinnar í ríkisstjórn. Brúin er
samsett úr mörgum markvissum
aðgerðum sem efla stöðu
heimilanna og tryggja að
þau sem komast í vanda
fái aðstoð eftir þörf-
um. Þannig nýtum við
takmarkaða fjármuni
þjóðarinnar best.“ Hefur
einhver orðið var við
þessa brú?
bjorn@frettabladid.is
NJARÐARBRAUT 9 - REYK
JAN
ES
BÆ
FIS
KIS
LÓÐ
3 - REYKJAVÍK