Fréttablaðið - 30.12.2009, Side 28
MARKAÐURINN 30. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR4
V I Ð S K I P T I Á R S I N S
A
ðkoma erlendra fjár-
festa hér og og alþjóð-
legar tengingar Frón-
búa við umheiminn voru
dómnefnd Markaðar-
ins ofarlega í huga að þessu sinni
í vali á viðskiptum ársins. Það er
enda skiljanlegt í skugga strangra
gjaldeyrishafta sem reist hafa mör-
landanum múr og lokað inni með
íslenskar krónur í vasanum.
Þeir eru eftirfarandi í stafrófs-
röð:
MAREL OG NÝIR HLUTHAFAR
Kaup bandaríska fjárfestasjóðsins
Columbia Wanger Asset Manage-
ment, dótturfélags Bank of Amer-
ica, á rúmum fimm prósenta hlut í
Marel í september komust á blað
sem viðskipti ársins. Kaupin voru á
genginu 59 krónur á hlut, jafnvirði
1,9 milljarða króna, sem verður að
teljast hagstætt fyrir báða aðila.
Gefin voru út ný hlutabréf í Marel
í tengslum við viðskiptin auk þess
sem Horn, fjárfestingafélag Lands-
bankans, seldi úr eignasafni sínu.
Við kaupin jókst hlutur erlendra
aðila í Marel úr ellefu prósentum
í sextán. Til samanburðar áttu er-
lendir aðilar ekkert í Marel í byrjun
árs 2006.
Þá komst hlutafjáraukning
Marel í lok nóvember á blað en í
henni skiptu íslenskir lífeyrissjóð-
ir og innlendir fagfjárfestar stór-
um hluta af tveimur skuldabréfa-
flokkum félagsins í hlutafé upp á
sjö milljarða króna.
MAGMA ENERGY OG HS ORKA
Kaup kanadíska félagsins Magma
Energy á HS Orku á Reykjanesi
undir lok árs fékk stig hjá dóm-
nefndinni. Félagið eignaðist 41 pró-
sents hlut í HS Orku með kaupum
á hlut Geysis Green Energy, Orku-
veitu Reykjavíkur, Hafnarfjarðar
og Sandgerðis fyrir samtals fimmt-
án milljarða króna. Magma Energy
greiðir 6,2 milljarða út en afgang-
inn á þremur árum. „Félagið fékk
frábæra fjármögnun frá seljendum
og verðið virðist mjög sanngjarnt,“
sagði einn dómnefndarmanna.
SALA LS RETAIL TIL MICROSOFT
Kaup bandaríska hugbúnaðarris-
ans Microsoft á hugbúnaðarlausn-
inni LS Retail AX frá LS Retail í
september komst á blað sem ein af
stærstu viðskiptum ársins.
Hugbúnaðurinn er notaður í
verslunarkerfum sem nefnast
Dynamics AX og notað í um 140
löndum. Kaupverð hefur aldrei
verið gefið upp að öðru leyti en því
að þetta hafi verið einhver stærsta
sala á hugbúnaði í Íslandssögunni.
Greint var frá því í fjölmiðlum
eftir viðskiptin að þegar mest var
hafi um tvö hundruð manns komið
að því að ljúka sölunni.
VOGUNARSJÓÐIR
Kaup ýmissa vogunarsjóða á
skuldabréfum gömlu bankanna
eiga fyllilega rétt á sér sem bestu
viðskipti ársins. Vogunarsjóðirnir
keyptu skuldabréf Glitnis, Kaup-
þings og Landsbankans á útsölu-
verði nokkru eftir hrun bankanna í
fyrrahaust. „Þeir sem keyptu í upp-
hafi árs hafa grætt mikið,“ sagði
einn um viðskipti sjóðanna.
Dæmi eru um að skuldabréf
Landsbankans hafi selst með 99,9
prósenta afslætt en hinna bank-
anna með um 98 prósenta afslætti.
Afslátturinn þá jafngilti því að eig-
endur skuldabréfanna byggjust við
að fá um tvö prósent krafna upp í
skuldir úr þrotabúi bankanna.
Heimtur hafa reynst talsvert betri
en gert er ráð fyrir að kröfuhafar
Kaupþings fái 23 prósent til baka,
Glitnis 21 prósent og Landsbankans
4,5 prósent.
Þetta jafngildir því að þeir sem
keyptu kröfur Landsbankans hafi
hagnast um 4.400 prósent en hinna
bankanna beggja í kringum eitt
þúsund prósent.
Viðskiptablaðið greindi frá
því fyrir skömmu að veltan með
skuldabréf bankanna undanfarið
ár hafi verið á bilinu tólf til fjór-
tán milljarðar evra, jafnvirði 2.200
milljarða króna.
Með samningi kröfuhafa frá
í haust eignast þeir nú hlut, mis-
mikinn þó, í nýju bönkunum.
Kröfuhafar Glitnis eignast 95 pró-
sent í Íslandsbanka, en kröfuhafar
Landsbankans nítján prósent.
Margir komust á blað
TÆKIN SKOÐUÐ Hlutafjárútboð Marel og aðkoma erlendra fjárfesta er á meðal bestu
viðskipta ársins að mati dómnefndar Markaðarins. MARKAÐURINN/GVA
FRÁ REYKJANESI Magma Energy er sagt hafa fengið gott verð fyrir fjörutíu prósenta
hlut í HS Orku. MARKAÐURINN/VALLI
■ Kaup á ríkistryggðum skuldabréfum – ávöxtunin hefur verið í
kringum tuttugu prósent.
■ Ragnar Bragason leikstjóri – hefur gert samninga fyrir hönd Jóns
Gnarr og Péturs Jóhanns Sigfússonar á erlendri grundu
Önnur viðskipti
Um leið og við þökkum fyrir samstarfi ð á árinu
sem er að líða óskum við landsmönnum öllum
gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.
Ármúla 30 | 108 Reykjavík
Sími 560 1600 | www.borgun.is
Gleðilega hátíð
og farsælt nýtt ár
E
inungis fern viðskipti
féllu í flokk með verstu
v ið sk ipt u m á r s i n s .
Engir tveir þátttakend-
ur í könnun Markaðar-
ins völdu sömu viðskiptin utan
ein, sem allir nema einn nefndu.
Það voru kaup fjárfestahópsins
Þórsmerkur á Árvakri, útgáfu-
félagi Morgunblaðsins, undir lok
febrúar sem teljast verstu við-
skipti ársins, að mati dómnefnd-
ar Markaðarins.
Björgólfur Guðmundsson,
fyrrverandi formaður banka-
ráðs Landsbankans og stærsti
hluthafi bankans, var helsti hlut-
hafi Árvakurs. Eftir fall bankans
í október í fyrra var Nýi Glitn-
ir, helsti lánardrottinn Morg-
unblaðsins, með örlög þess í
höndum sér.
Í byrjun árs ákvað bankinn að
setja útgáfufélagið í opið sölu-
ferli. Búist var við að kaupendur
þyrftu að reiða fram hálfan millj-
arð króna ásamt því að taka yfir
um 4,6 milljarða króna lán sem
var arfleifð fyrri eigenda.
En fjárfestar voru tregir til að
opna veskið. Á endanum átti fjár-
festahópur undir forystu Óskars
Magnússonar, fyrrverandi for-
stjóra Tryggingamiðstöðvarinn-
ar, besta tilboðið. Innan hópsins
er Guðbjörg Matthíasdóttir, eig-
andi Ísfélagsins í Vestmanna-
eyjum, sem var stærsti hlut-
hafi Tryggingamiðstöðvarinnar
í stjórnartíð Óskars. Aðrir voru
Gunnar B. Dungal, stundum
kenndur við Pennann, Þorgeir
Baldursson hjá Odda, Pétur H.
Pálsson, framkvæmdastjóri fisk-
verkunarinnar Vísis í Grindavík,
og Þorsteinn Már Baldvinsson,
fyrrverandi stjórnarformaður
Glitnis og forstjóri Samherja. At-
hafnamaðurinn Bolli Bollason,
kenndur við tískuvöruverslunina
Sautján, bættist síðar í hópinn.
Kaupverð hefur aldrei verið
gefið upp að öðru leyti en því
að það var tvö hundruð milljón-
um hærra en boð ástralska auð-
mannsins Steves Cosser. Íslands-
banki og Landsbankinn afskrif-
uðu tæpa þrjá milljarða króna
vegna viðskiptanna. „Þetta var
endaleysis verð,“ skrifaði einn
í dómnefnd Markaðarins. Aðrir
bentu á mikinn taprekstur í
gegnum tíðina og lítil von væri
að sneri til betri vegar.
Kaup á Árvakri
verstu viðskipti ársins
Dómnefnd Markaðarins nefndi einungis fern önnur vond viðskipti
á árinu. Hér eru þau í engri sérstakri röð:
■ Ríkisvæðing fyrirtækja og hæg sala til markaðarins á ný. Yfirtaka
bankanna á fyrirtækjum er skaðleg þjóðarbúskapnum.
■ Kaup félaga tengdra Karli og Steingrími Wernerssonum og Engey-
ingunum Benedikt og Einari Sveinssonum á turni í Makaó.
■ Steingrímur J. Sigfússon og Icesave-samningurinn.
■ Aðkoma ríkisins að Teymi með niðurskrift skulda upp á 30,8
milljarða króna.
Önnur vond viðskipti
HÚSAKYNNI MOGGANS Kaup fjárfestanna sem keyptu Árvakur frá Glitni snemma á
árinu eru talin verstu viðskipti ársins. MARKAÐURINN/GVA