Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2009, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 30.12.2009, Qupperneq 43
H A U S MARKAÐURINN 15MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 V I Ð Á R A M Ó T Á rsins 2009 verður ef- laust minnst fyrir að vera ár endurreisnar í íslenskri hagsögu. Eftir að gjaldeyris- og banka- kreppan brast á árið 2008 voru fjöl- mörg verkefni sem biðu úrlausn- ar á árinu 2009. Í efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ís- lenskra stjórnvalda sem gerð var í nóvember 2008 voru lagðar línurn- ar í þessum verkum þar sem stefnt var að því að ná gengi krónunnar stöðugu, styrkja stöðu ríkissjóðs og að endurreisa íslenskt bankakerfi. STÖÐUGLEIKINN MIKILVÆGUR Ýmislegt hefur áunnist í þessum stefnumálum á árinu. Með höftum á gjaldeyrismarkaði, háum stýrivöxt- um Seðlabankans og þar til nýver- ið inngripum Seðlabankans á gjald- eyrismarkaði hefur náðst að halda krónunni stöðugri um hríð. Hefur sá stöðugleiki verið efnahagslífinu mikilvægur og kærkomið skjól til uppbyggingar. Með þessum aðgerð- um hefur verðbólgan hjaðnað all- nokkuð og svigrúm skapast fyrir lækkun vaxta. Hvorutveggja hefur verið jákvætt þó að enn sé verð- bólgan talsvert mikil og vextirnir háir. Reikna má með því að höft- in verði áfram hér á næsta ári að minnsta kosti en að vextirnir lækki frekar og verðbólgan hjaðni. ENN MARGT ÓGERT Endurreisn bankakerfisins hefur gengið betur en upprunalega var áætlað. Er nú orðið ljóst að eigin- fjárframlag ríkissjóðs til bank- anna er mun minna en reiknað var með eftir hrunið og munar þar ríf- lega 200 milljörðum króna. Þá er erlent eignarhald bankanna kost- ur en meðal annars má vænta að það geri erlenda fjármögnun þeirra mögulega fyrr en ella. Þrátt fyrir þennan áfanga er enn margt ógert við uppbyggingu bankakerfisins en á nýju ári blasir við að leysa þarf úr ýmsum málum í sparisjóðakerf- inu og koma fjármálamörkuðum í eðlilegra horf. KREFJANDI VERKEFNI Langtímaáætlun í ríkisfjármálum leit dagsins ljós á árinu þar sem lýst er með hvaða hætti ríkisstjórn- in ætlar að láta enda ná saman á næstu árum og byrja að greiða upp skuldir. Leyft verður að innbyggðir sveiflujafnarar ríkisfjármála virki áfram en að hallinn á ríkissjóði sé minnkaður bæði með niðurskurði ríkisútgjalda og hækkun skatta. Ljóst er að þrátt fyrir aðgerðirnar verður ríkissjóður hvetjandi fyrir eftirspurn í landinu á næsta ári og hjálpar þannig til við að hefja það upp úr þeirri kreppu sem þá verð- ur í algleymingi. Aðgátar er þörf í þessum málum þar sem skulda- staða ríkissjóðs hefur versnað all- verulega núna í hruninu og verk- efni næstu ára verður að grynnka á þeim skuldum. MINNI KREPPA Kreppan á árinu 2009 hefur ekki verið eins mikil og fyrst var reikn- að með. Spár um þróun landsfram- leiðslu hljóðuðu fyrst upp á nær tíu prósenta samdrátt á árinu en nú er líklegt að samdrátturinn hafi verið um eða innan við sjö prósent. Að sama skapi hefur atvinnuleysi ekki vaxið jafn skarpt og búist var við. Ljóst er þó að samdrátturinn er ærinn og atvinnuleysið meira en Íslendingar hafa áður þurft að búa við. Eignir hafa lækkað í verði og skuldir hækkað og hefur því efna- hagsleg staða fyrirtækja og heimila versnað umtalsvert á afar skömm- um tíma. Kreppan er þannig ein sú erfiðasta sem hagkerfið hefur þurft að ganga í gengum. MIKILVÆGT AÐ OPNA HAGKERFIÐ Árið 2010 verður að öllum líkindum árið þar sem hagkerfið finnur botn kreppunnar. Kaupmáttur ráðstöf- unartekna á enn eftir að dragast saman sem og einkaneyslan. Fjár- festing á einnig eftir að finna botn- inn og sömuleiðis húsnæðisverð. Unnið verður að úrlausn í fjárhags- vanda fyrirtækja og heimila og má reikna með því að uppsveiflan verði drifin af erlendri fjárfestingu og útflutningi sem nú nýtur góðs af lágu raungengi og því að fjármála- kreppan hefur ekkert skert helstu náttúruauðlindir landsins. Þó svo að botninn í kreppunni finnist á næsta ári mun endurreisnarstarf- ið halda áfram hér á næstu árum. Þar er afar mikilvægt að opna hag- kerfið á ný og byggja undir traust þess. Ingólfur H. Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka: Ár endurreisnar í íslenskri hagsögu Við bjóðum nákvæmlega jafn margar tegundir af debetkortum og fólk þarf. Eina. Netgreiðsluþjónusta Gjaldeyrisreikningar Sparnaðarreikningar Yfirdráttur Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · www.mp.is Debetkort Launareikningur Kreditkort Netbanki Sigríður Einarsdóttir, þjónustustjóri. hagræði í rekstri sínum, líkt og einkageirinn hefur gert eða er að fást við. Með því er hægt að draga úr skattahækkunum, sem eru þó óumflýjanlegar að einhverju marki við núverandi aðstæður. Það er miður að einfaldleika og gagnsæi skattkerfisins hafi verið fórnað að einhverju leyti við þessar breytingar; mögulegt hefði verið að afla aukinna tekna innan óbreytts kerfis. Hér tak- ast greinilega á tekjujöfnunar- og tekjuöflunarsjónarmið, sem er hápólitískt mál og gamalt bit- bein hægri- og vinstrimanna. Mikilvægasti lærdómur síðustu ára er að við verðum að stunda hér atvinnustarfsemi sem bygg- ir á raunverulegri samkeppnis- stöðu. Til þess að svo megi verða þurfum við að gefa okkur tíma til að leggja traustar undirstöður. Það þýðir að við verðum að leggja enn ríkari áherslur á menntun, nýsköpun, rannsóknir og þróun. Það verða undirstöður farsæls atvinnulífs á Íslandi á komandi árum og áratugum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.