Fréttablaðið - 30.12.2009, Side 52

Fréttablaðið - 30.12.2009, Side 52
BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar 28 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þetta er allt að koma. Ég var skapaður til þessa verks. Ég var orðinn svo leiður á því að keyra hring eftir hring allan daginn! Hvar er eiginlega bjórinn minn!!!? Koma svo, fá smá kraft í þetta! Nú þarftu að láta þá fá bakkus, bróðir! Þetta verður gaman Nú er ég búinn að finna nýtt orð ÜBER! Það er þýskt og þýðir „mjög“ Maður notar það sem lýsingarorð og setur það fyrir framan eitthvað til að leggja enn meiri áherslu á ÜBER svalt Með smá heppni gæti það komið í staðinn fyrir „total“ Ég hef „über“ miklar efa- semdir. Passaðu þig, Jónas. Þú steigst næstum því á risaeðlukúk! ÜBER flott Ég er þakklát fyrir vini mína! Ég er þakklátur fyrir foreldra mína! Ég er þakklátur fyrir fjölskyldu mína Ég er þakklát fyrir allt þetta og þá staðreynd að ég þarf aðeins að elda svona máltíð einu sinni á ári! orðið sjálft. K A K A Á R S I N S 2 0 0 9 Þessi er alveg svakaleg! Kveðjum árið með köku ársins. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Í árslok er hefð fyrir því að horfa yfir far-inn veg og gera upp árið. YFIRLEITT hef ég haft gaman af upprifjun fjölmiðla af vettvangi þjóðmála. Í ár er svo komið að mér býður við tilhugsuninni um að líta um öxl, langar einna helst að setja undir mig höfuðið og taka á harðasprett inn í framtíðina og vona að mér takist að hrista af mér helstu deilumál ársins sem er að líða. EINS þrúgandi og þetta ár hefur verið, var það engu að síður merkilega fljótt að líða. Mér finnst til dæmis eins og það hafi verið í gær sem ég horfði á eldana loga fyrir framan Alþingishúsið. Ég stóð við hliðina á blaðamanni frá Mogganum, sem þáði egg af ungum rithöfundi og kastaði því í tignar- legum fleygboga í þinghúsið. Ég hleypti brúnum. Þegar Moggablaðamenn eru farnir að kasta eggjum í þinghúsið hefur grund- vallarbreyting átt sér stað í íslensku sam- félagi; eitthvað er ekki eins og það er yfir- leitt og verður það mögulega aldrei aftur. BÚSÁHALDABYLTINGIN var einn merkilegasti atburður sem ég orðið vitni að; afsprengi dómgreindarlausrar ríkisstjórnar sem þekkti ekki sinn vitjunartíma og bar enga virðingu fyrir þörfinni á pólitísku uppgjöri í kjölfar bankahrunsins. Endalok hennar voru tímaspursmál en það voru mótmælin við Austurvöll sem endanlega komu stjórninni frá. EFTIRMÁL Búsáhaldabyltingarinnar voru því miður ekki jafn mikil og góð og margir bundu vonir við, enda kannski ekki við því að búast af ósjálfráðu viðbragði sem mót- mælin voru. Áhrif þeirra voru bundin við að koma ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar frá völdum. LENGRA náðu þau ekki, þótt nokkrir sundurleitir lukkuriddarar hafa reynt að eigna sér heiðurinn af mótmælunum til að tryggja sér brautargengi í kosningum. SEINNI hluta ársins 2009 hefur verið ein samfelld klasasprengja vonbrigða. Vinnu- brögðin á þingi hafa mögulega aldrei verið jafn óþolandi og orð aldrei verið jafn ódýr. Það þarf hvorki að grafa djúpt né lengi til að finna áþreifanleg dæmi þess. Í dag eru sagðar líkur á að Icesave-málið verði loks- ins til lykta leitt. Þeim mörgu sem vona að þar með þurfi þeir ekki að heyra neitt af því í bili verður þó trauðla að ósk sinni. LEIÐIN til heljar er vörðuð góðum ásetn- ingi, er stundum sagt. Á nýju ári vona ég að þessir 63 þingmenn leggi aðeins minni áherslu á hvað þeir eru velmeinandi, heldur gefi því meiri gaum hvert þeir eru að fara með okkur. Við áramót

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.